Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 40
230 KIRKJURITIÐ miklar eignir frá fornu fari og er því tiltölulega frjáls gerða sinna fyrir íhlutun ríkisvaldsins. 1 arf hefir hún meðal annars tekið mikinn fjölda veglegra og frábærlega fagurra kirkju- húsa, sem prýða landið þvert og endilangt. En því miður standa ýmsar þessar kirkjur nær því tómar hvern helgan dag, kannske messað í einhverju horni af þeim yfir fáeinmn hræð- um. Þó er frá þessu heiðarlegar undantekningar. Launakjör presta í smærri söfnuðum hafa verið fremur lág. Þó mmi 550 sterlingspund, auk fæðis og húsnæðis, vera lágmarkið, en unnið er að þvi að hækka þetta upp í 600 sterlingspund, og gerist það með sams konar þróun og annars staðar, að stækka prestaköllin, enda hefir verið tilfinnanlegur prestaskortur undanfarið. 1 biskupsdæmunum York og Canterbury hefir prestafækkun orðið um 5000 eða sem næst því um fjórðapart á siðastliðinni hálfri öld, og lík þessu hefir fækkunin orðið annars staðar. Annars er erkibiskupinn ekki mjög bölsýnn um framtíðina. Hann bendir á, að kirkjusókn fortíðarinnar hafi oft og einatt miklu fremur byggzt á gagnrýnislausum vana en jákvæðri trú. Þá þótti það hneyksli að játa vantrú sina eða guðleysi. Nú sé þetta nærri því öfugt. Litið sé á trúaða menn sem hálfgert viðundur. Þeir, sem kirkjunni fylgja, geri það því yfirleitt af sannfæringu, og eins hafi menn fulla hreinskilni og einurð til að láta í ljós efasemdir sínar, ef svo ber undir. Þetta er reyndar ekki tjón heldur framför. Kristnum hugsjónum er lítið lið að þeim, sem hálfvolgir eru eða fylgja þeim sið af eintómum vana eða ótta við almenningsálit. Skilningur er það, sem þarf. Það er því ávinningur fyrir kirkju nútímans, ef sú hjörð, sem henni fylgir, gerir það frekar af sannfæringu nú en áður. Með mörgum hætti sýnir höfundurinn fram á það, að krist- in kirkja hefir enn miklu menningarhlutverki að gegna, sem engin önnur stofnun getur sinnt. Kirkjan á að vera hrópand- inn, sem knýr þjóðirnar til iðrunar og yfirbótar, snýr huga þeirra að háu marki og safnar þeim saman til bæna. Hún á að vera ljós í lýðanna stríði. Hvar sem trúin á Guð liður undir lok, hverfur skjótt trú mannanna á sjálfa sig, og þeir selja frumburðarrétt sinn fyrir baunarétt. Það gerist rnn leið og maðurinn hættir að trúa því, að hann sé guðsbarn og frjáls-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.