Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 28
218 KIRKJURITIÐ miklu óttaslegnari en hann sjálfur, bæði elskuleg eigin- kona hans, ástrík bömin og við samstarfs og samferða- mennirnir, sem óskuðum þess svo innilega að hafa hann sem lengst hjá okkur. Og hugrekki hans, lífsgleði og alveg ótrúleg starfsorka var farin að hafa róandi og vonarhlý áhrif á okkur. Þrátt fyrir að við vissum, að hann gekk flestum mönnum frekar, hér að minnsta kosti, með dauð- ann í hjartanu, vonuðum við, báðum og vorum jafnvel farnir að treysta því, að við fengjum að hafa hann hjá okkur enn um skeið, heimilið, sýsluskrifstofan, sýslu- nefndin og bærinn. Okkur fannst bærinn myndi missa eitthvað verulegt af unaði sínum og ilmi, eins og þegar fellur fjólan blá, við brottför hans. Enda gerðu allir ást- vinir og læknar allt, sem í þeirra valdi stóð, til að varð- veita starfsþrek hans og heilsu, með fyllsta skilningi, ár- vekni og umhyggju. Og svo kom hin sára skyndilega helfregn. Hvílík við- brigði og sjónarsviptir að missa hann úr kallfæri, þennan elskulega, stundvísa, lipra og ágæta skrifstofumann, sem ætíð var boðinn og búinn til að leiðbeina, upplýsa og leysa öll okkar vandamál með sinni viðurkenndu snilld og fyllstu þekkingu og nákvæmni. Og hann þurfti ekki að taka þessar leiðbeiningar og lausnir nærri sér. Hann var ágætur skrifstofumaður og verzlunarlega og viðskiptalega lærður, engu síður en Matteus guðspjallamaður. Séra Óli stundaði verziunarnám í Kaupmannahöfn árin 1915—1916 og verzlunarstörf á Isafirði 1916—1921, með frábærri reglusemi og þokka. Og kirkjusaga hans er að ýmsu leyti frábrugðin kirkjusögu ýmsra presta síðari tíma og guðfræðikandidata, og líkari postulasögu Matteusar. Stúdentspróf hafði hann tekið í Reykjavík 28. júní 1915 með prýðilegri einkunn. Og þegar hann var við verzlunar- störfin, kom kallið: Fylg þú mér. Og séra Óli hlýddi og kostgæfði að gera allt sem bezt, einnig í háskólanum, og varð cand. theol. 4. febrúar 1925 með ágætri 1. einkunn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.