Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 32
222 KIRKJURITIÐ Að séra Hálfdani stóðu ágætir ættstofnar. Um ætt móður hans í Danmörku er mér ekki mikið kunnugt, en prestsdóttir var hún og náfrændi hennar einn var múrara- meistari, sem ekki fór minna fyrir en það, að hann var einn þeirra, er reistu ráðhús Kaupmannahafnar. En ættir föður hans, dr. Jóns biskups, þarf varla að rekja. I aðra ættina er hinn mikli leiðsögumaður heillar prestakynslóð- ar, Helgi lector Hálfdánarson, Einarssonar, hins merka prófasts á Eyri í Skutulsfirði. Framar í ættinni er alnafni hans, meistari Hálfdan Einarsson að Hólum. En í hina ættina er Tómas Sæmundsson, einn af öndvegismönnum sögu vorrar. Kunningsskapur okkar jókst við það, að hann dvaldist um sumartíma hjá foreldrum mínum í Bjarnarhöfn. Kom hann sér vel í þessari fyrstu sveitadvöl, og var í raun og veru þá þegar fjarska líkur því, sem hann var alla æfi. Veruleg kynni tókust þó einkum, er við vorum saman í guðfræðadeild Háskólans, hann stúdent og ég nýkom- inn kennari. Sá ég þá fyrst, hvílíkur víkingur hann var. Gekk hann að náminu með sama dugnaði og öllum öðrum störfum. Og ekki vantaði samvizkusemina og ástundunina. Hygg ég, að fáir eða engir hafi farið úr guðfræðadeild- inni með meiri kunnáttu í þeim greinum, sem þar voru kenndar. Mátti heita, að unnt væri að nota Hálfdan eins og orðabók, þegar dró að lokum námsins, svo þaullesinn var hann. Eins og áður er að vikið, rann mikið prestablóð í æðum Hálfdanar, enda veit ég ekki til að nokkru sinni hvarflaði að honum, eftir að hann hafði náð fullorðins aldri, að snúa sér að nokkru öðru en prestsskap. En þó fór hann ekki þegar í stað í það starf, er hann hafði lokið sínu ágæta candidatsprófi 1921. Fór hann fyrst utan, stundaði fram- haldsnám í Danmörku og Þýzkalandi og kannaði siðu ann- arra þjóða. Að því loknu starfaði hann að kennslu í Reykja- vík, meðan hann litaðist um eftir verksviði. Vorið 1924 var hann settur prestur í Mosfellsprestakalli

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.