Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 4

Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 4
Sálmur. (Upphaf föstumessu). Hlustið, miklu, háu geimar, himinvíddir, regindjúp. Hlusti, undrizt allir heimar, — englasveit, í lotning krjúp. Hlýðið lofsöng helgan á. Hlusti menn um lönd og sjá: Jesús syngur sveinum meður sömu Ijóð og þeirra feður. Undir taki allir lýðir, undir taki fold og sær. Undir taki allar tíðir; ómi lofgjörð fagurskær. Undir taki önd og sál, undir taki raust og mál. Jesús syngur, — syngjum líka sameinuð um minning slíka. Allt of fáir undir taka. Er nú gleymt hið forna lag? Áður fyrr hver íslenzk vaka endaði með helgibrag. Breytt er öld, það vitum vér. — Vort hið mikla hlutverk er: söng og líf í sálum vekja, svefni eyða, vantrú hrekja. Syng með Jesú, æska’ og elli, ævaforna lofsönginn. Jafnvel þó að harmar hrelli, hljóðna má ei söngur þinn. Rækjum fornan feðrasið: föstusöng í kveldsins frið. Syngi hrund og hlynur álma Hallgríms frægu píslarsálma! Vald. V. Snœvarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.