Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 9

Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 9
PÁSKADAGSKVÖLD 151 En þegar maðurinn ætlaði að halda áfram, vildu hinir það ekki og báðu hann að koma inn með sér. Þeim var hitnað um hjartaræturnar við tal hans. Og nú er um að gera: Verður líkingin hér sönn. Hún er og hefir verið og verður sönn í þúsundum hjartna fyrr og síðar. Hinn sljóvi hefir kennt til, ef hann sér fram á, að samferðamaðurinn góði ætlar að hverfa á brott. Vertu hjá oss, segja menn. Einkum ef degi er farið að halla. En mannkynið og forustumenn þess? Vissulega er samferðamaðurinn í hópnum. Jesús, hinn upp risni frelsari, slæst í förina. Hversu hátt sem aðrir hafa, heyrist hans milda rödd: Átti ekki Kristur að líða þetta og innganga svo í dýrð sína? Skiljið þið ekki Krists- þjáningarnar í líkama hans, sem postulinn talar svo fagurlega um? Þeir biðja hann vissulega, að fara ekki. Margt veikir trú vora á leiðtoga veraldarinnar. En þetta síðasta og hinzta ógæfuspor munu þeir ekki stíga, að láta samferða- manninn góða fara. Nei. Vertu hjá oss, munu einhverjir þeirra segja. Þeir munu „leggja fast að honum“. Því að þrátt fyrir hina köldu skel, brenna hjörtun við tal hans. Þessi veröld, umvafin kærleika Guðs í Jesú Kristi, getur ekki fallið í ógæfuna. „Ö, þér heimskir og tregir í hjarta að trúa!“ sagði hann við þá. En þessir sömu menn lögðu fast að honum að fara ekki. Og svo mun enn verða —. „Og þeir þekktu hann, en þá hvarf hann þeim sýn- um.“ Verkið var unnið. Páskasólin rann upp í huga þeirra. Hann var upp risinn. Vér megum ekki vera óþolinmóðir. En skyldum vér fá að sjá páskasólina renna upp í fyllingu sinni yfir þessa veröld?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.