Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 10
152 KIRKJURITIÐ Eða skyldi enn vanta á Kristsþjáningarnar? Skyldi mannkynið enn eiga eftir að líða styrjöld eða styrjaldir, áður en það fær að innganga í dýrðina í fylgd með sínum blessaða foringja, sem gaf regluna einföldu: Leitið fyrst Guðs ríkis ... þá mun allt annað veitast yður! En fyrr eða síðar rennur upp páskadagur. I fullu trausti eigum vér á hverjum páskum að endur- nýja vissu vora um sigrandi mátt upprisunnar eftir þján- ingar. Langi frjádagur. Það er því miður mikið réttnefni. En páskadagurinn fer á eftir. Og þó að mennirnir vakni ekki fyrr en að kvöldi páskadagsins, eftir að hjörtu þeirra hafa farið að brenna við orð hins upprisna, þá mun alls böls batna, er þeir þekkja hann. Þá verður um alla jörð heilsast með páskakveðjunni fögru: Hann er upp risinn! Hann er sannarlega. upp risinn! * Lofgjörðarvers. Ó, þú sem komst úr þinni dýrö og þáðir líf á vorri jörð, um eilífð sé þér einum skýrð af öUum tungum þakkargjörð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.