Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 13
TYRKJARÁNIÐ OG GRÖF SÉRA JÓNS
155
inn var síðan hreinsaður. Steinninn er úr hörðu móbergi, og
höfðu fjalir legið um hann, sem nú voru fúnaðar. Hann var
brotinn um þvert í miðju, og úr honum fallið á öðrum end-
anum. Steinninn er hvorki sjálfur veglegur né letrið á honum.
Hann er 111 cm á lengd og 54 cm á breidd, þar sem hann er
breiðastur. Á honum er þetta letur:
Mitt holld hvíl ... Psalm.
1627, 8. Jon Þozsteso Occisvs
17. julii.
Sálmur sá, sem vitnað er í, mun vera Davíðs sálmur 16, 9,
samkvæmt Biblíu frá 1747. Occisus = veginn (drepinn), af
latneska orðinu: occido. — Steinninn var fluttur til Reykja-
víkur og er geymdur þar á fornminjasafninu.
Árið 1927 voru 300 ár liðin frá þessum sorglega atburði
hér, Tyrkjaráninu. Þessa atburðar var þá minnzt hér þannig
sunnudaginn 17. júlí 1927: 1. Guðsþjónusta í Landakirkju. 2.
Lagður blómsveigur á gröf séra Ólafs Egilssonar, sem er í
gamla kirkjugarðinum hér. 3. Afhjúpaður minnisvarði, sem
Eyjabúar höfðu reist á gröf séra Jóns píslarvotts í Kirkjubæ.
■— Fór athöfnin öll veglega fram og var mjög fjölsótt.
Jes A. Gíslason.