Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 14
BENJAMÍN KRISTJÁNSSON: Hugmyndin um guðsríkið í aldanna rás. Fyrir fjórum árum var nokkuð sagt frá Albert Schweitzer, ævi hans og störfum, í Kirkjuritinu og þar getið um helztu rit hans. Stendur þessi mikli mannvinur og snillingur enn á verðinum í Lambarené, þó að hann sé nú orðinn áttræður, kafinn störfum og lifandi vottur Krists um það, hvernig vinna skuli að bræðralagi á jörðu, ef mannkyninu á að verða líft framvegis. Þar sem rit Alberts Schweitzers eru mörg, og sum allt annað en létt aflestrar, getur orðið dálítið erfitt að átta sig á því í fljótu bragði, hver hin eiginlega guðfræðiskoðun höfundarins er, þegar sögukönnun hans og gagnrýni á Nýja testamentinu sleppir. Töldu margir, að með söguskoðun sinni hefði Schweitz- er raunverulega hrundið hinni svo nefndu þýzku nýguðfræði af stóli (nánar til tekið guðfræðiskoðunum Adolfs Harnacks og annarra guðfræðinga, sem honum voru skyldir), með því að hann hefði með yfirgnæfandi rökum sýnt fram á, að guðs- ríki það, sem Jesús boðaði, var ekki fyrst og fremst guðsríki andans og kærleikans, sem kemur í hjörtum mannanna, heldur var það guðsríki, sem kom við endalok tímanna í skýjum himins með mætti og mikilli dýrð, líkt því sem margir gerðu sér vonir um á þeim tímum. Hér var raunverulega um að ræða trú á heimsslit eða stórkostlega heimsbyltingu, þegar hinn gamli og spillti heimur liði undir lok, en ný veröld risi úr djúpinu. Sjálfur var hann sá Messías, sem koma átti til að ráða ríkjum. Um allt þetta sýndist hin eldri guðfræði standa á fastari fótum í bókstaflegri kenningu Jesú. En samt sem áður flíkuðu gamalguðfræðingar ekki skoðunum Schweitzers öllu meira en nýguðfræðingar, vegna þess að fyrir þá hafði Schweitzer einnig sannað helzt til mikið. Hann hafði sýnt fram á, að í heims- skoðun sinni var Jesús að mestu leyti barn síns tíma. Hin fasta trú hans á nálægan heimsendi og endurkomu sína í skýj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.