Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 15
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 157 um himins ásamt tíu þúsundum engla brást. Þar með var ekki unnt að eigna honum neinn guðlegan óskeikulleika. Mikið af erfðaguðfræðinni hlaut því að hrynja. Rétt á litið var tilraun nýguðfræðinnar til að hreinsa Jesú af heimsslitaræðunum og telja þær til safnaðarguðfræði og seinni tíma innskota, við- leitni til að varðveita trúna á guðdómlegan óskeikulleik hans í trúarefnum, þrátt fyrir breytta heimsskoðun. Þetta var þá jafnframt ástæðan til þess, að furðu hljótt hefir alla tíð verið um guðfræði Schweitzers, þó að enginn hafi getað neitað lær- dómi hans, óvenjulegum vitsmunum og fágætum mannkostum. En þegar efalaust er um að ræða einhvern merkilegasta mann, sem nú er uppi í allri kristninni, mann, sem gæddur er óvenjulegri sannleiksást og andlegu hugrekki, og flestum framar hefir gerzt lærisveinn Krists í fórnfúsu og óeigin- gjörnu starfi og lagt hefir á sig ofurmannlegt erfiði til þeirra hluta, þá ætti að vera ástæða til að gefa því sérstakan gaum, sem hann hefir til málanna að leggja í guðfræði. Hvergi væri framar leiðsögu að vænta en frá slíkum mönnum. En hið vana- bundna íhaldseðli trúarbragðanna er venjulega seint í svifum. Samtíminn sér venjulega ekki svo mikið sem í hælana á sín- um vitrustu mönnum, hvað þá að þeir öðlist nokkra viður- kenningu, fyrr en þeir eru fyrir löngu horfnir af sviðinu. Þeim, sem löngun hefðu til að kynna sér nánar skoðanir þessa mikla guðfræðings, vildi eg benda á einkar glöggt og handhægt rit um guðfræði hans, sem saman er tekið af E. N. Mozley og heitir: The Theology of Albert Schweitzer for Christ- ian Enquirers (Adam and Charles Black, 4, 5 & 6 Soho Square, London W.I. 1950 — 8s6d).* Er hér auk inngangs um að ræða mjög skipulegan og greinargóðan útdrátt úr ritum Schweitzers, er guðfræði varða. En það, sem gefur þessari bók þó mest gildi, er ritgerð eftir A. S. sjálfan, sem rituð er sem eins konar * Bezta ævisagan, sem rituð hefir verið um A. S. er: Albert Scliweitzer. The Man and His Mind. By George Seaver. Adam and Charles Black, London 1948. Einnig má benda á stutta ævisögu eftir uákominn vin hans, sem út kom í sumar: Albert Schweitzer. An Introduction. By Jacques Feschotte. London, Adam and Charles Black, 1954. Eru í kverinu tvær áður óprentaðar ritgerðir eftir Schweitzer, °S heitir önnur Bernskuminningar frá Colmar, en hin fjallar um siðfræði í hugsun mannsandans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.