Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 17
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 159 þessi nýja skoðun nær engri verulegri fótfestu vegna þess, að gert er ráð fyrir aðeins skömmum fresti, unz allt verður full- komnað, og tíminn afsannar þá skoðun. Því laut þessi kenning brátt í lægra haldi í fornkirkjunni, en sú skoðun sigraði, að dauði og upprisa Jesú hefðu aðeins rutt brautina fyrir því, að ríkið gæti komið, en að menn yrðu enn að bíða þess með þolin- mæði. Breytt viðhorf. Þegar ný kynslóð rís á legg, verður koma ríkisins í vitund hennar: „fjarlægur guðlegur atburður“, og þegar lengra líður, fjarlægist hún enn þá meir í hugum manna. Þetta skapar breytt viðhorf. Upprunalega var guðsríkisvonin sjálf þunga- miðja trúarinnar. Nú hverfur hún úr öndvegi. í stað þess að vera kjarni trúarinnar, verður hún aðeins eitt trúaratriði af mörgum. » Meðan þess var vænzt, að guðsríkið væri alveg fyrir dyrum, yfirskyggði sú eftirvænting allt annað. Hinir trúuðu væntu sér þá til handa þess hjálpræðis, er hefja mundi þá ásamt öðrum heilögum til fundar við drottin í loftinu, inn í það ríki, þar sem hvorki þekktist böl eða dauði. Þannig væntu þeir bráðrar lausnar frá þessari dauðans veröld. En þegar sú von dróst á langinn og brást, og sýnt var, að guðsríkiskoman yrði kannske ekki fyrr en í órafjarlægri framtíð, og mátti eiga von á því, að hinir heilögu yrðu ef til vill að lifa langa ævi í þessari syndum spilltu veröld, þá fór að grána gamanið. Það er ekki svo erfitt að afneita heiminum, þegar sjálft guðsríkið stendur hinum trúuðu opið innan stundar. En að þurfa ef til vill að hfa langa ævi í nábýli við heiminn, það var þyngri raun. Afleiðingarnar. Samfara trúnni á endalok þessa heims og tilkomu yfirnáttúr- legrar veraldar, var auðvitað fullkomið vonleysi um örlög þess- arar vondu veraldar, sem dæmd var til að farast í syndum sinum. Gerði þetta ekki svo mikið til, meðan því var trúað, að endirinn væri í nánd. En þegar útlitið breyttist í þá átt, að eftir komu guðsríkisins kynnu menn að þurfa að bíða um óra- tíma og sjálfir gætu þeir ekkert gert til að flýta komu þess, fór ekki hjá því að sú trú hefði slæmar afleiðingar. Það hvort-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.