Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 19
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ
161
urðu kristnir menn að trúa á það, að þeir hefðu hlotið fyrir-
gefningu syndanna og einhvers konar hlutdeild í upprisu drott-
ins þegar í þessu lífi. Það er trúin á fórnardauða Jesú, sem
tryggir þetta. Kristindómurinn, sem áður hafði verið fólginn
í trúnni á hið komandi guðsríki, verður nú að trúnni á upp-
risuna og fyrirgefningu syndanna.
Grísk guðfræði snerist einkum að því að ráða þá gátu, hversu
menn mættu öðlast kraft til að rísa upp frá dauðum, en í
vesturkirkjunni fjallaði guðfræðin meira um fyrirgefningu
syndanna.
Grískir guðfræðingar.
Helztu móttarstólpar griskrar guðfræði, þeir Ignatíus, Just-
inus og Ireneus, byggja kenningu sína á skoðun Páls á krafti
upprisunnar. Andinn gæðir hið dauðlega hold himnesku lífi.
En þessa kenningu færa þeir lengra út. Páll leit svo á, að
Andinn væri aðeins að starfi meðan þessi heimur væri að um-
myndast í hina yfirnáttúrlegu veröld guðsríkisins. Grísku guð-
fræðingarnir telja, að eftir upprisu Jesú starfi Andinn í þessari
veröld mönnum til hjálpræðis, og það er hann, sem gerir líkam-
ann hæfan til upprisunnar. Páll kenndi í raun og veru ekkert
um þetta. Heimsslitadulfræði hans breyta þessir guðfræðingar
í gríska dulfræði.
Meginhugmynd þeirra var sú, að andinn tengdist fyrst mann-
legu holdi í persónu Jesú, en síðan nái hann aðstöðu til að
orka á efnislíkama annarra manna, sem á hann trúa. Eftir
dauða Jesú og upprisu, færist þessi máttur í aukana í lífi
kristinna manna. Nýjum lífstraumi hefir verið úthellt yfir
veröldina, sem megnar að endurfæða mennina bæði andlega
og líkamlega, svo að þeir verða hæfir til inngöngu í guðsríkið.
Hið nýja líf, sem Páll skýrði þannig, að það væri afleiðingin
af því að hafa dáið og risið upp með Kristi, er í grískri guð-
fræði talið ávöxtur af endurfæðingu fyrir verkanir Andans.
Trúaðir lifa ekki framar í heiminum, heldur í einhverju milli-
bilsríki Andans. Þessa heimsafneitunarstefnu staðfestu þeir
Ignatius og Justinus með blóði sínu.
Vesturkirkjan.
Guðfræði vesturkirkjunnar snerist einkum um það að gera
11