Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 26

Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 26
168 KIRKJURITIÐ Ekki gat Lúther órað fyrir, hversu víðtækar afleiðingar þessi frumregla kom til að hafa, því að hún leiddi af sér Biblíu- rannsóknirnar á frjálsum og vísindalegum grundvelli, en þær fæddu af sér nýja guðfræði. Vaxtarbroddur guðfræðinnar losnar nú óðum meira og meira úr tengslum við hina fornu og yfirnáttúrlegu guðsríkishugmynd. Margt kemur til: Ný heimsfræði hefst til valda á 15. og 16. öld með kenningum þeirra Copernicusar, Keplers og Galileos um reglubundin lögmál sólkerfanna. Aukin þekking og tækni lyfta undir trúna á vaxandi framfarir og batnandi heim. Þetta gefur allri bjartsýni byr undir báða vængi. Menn taka smátt og smátt að öðlast tröllatrú á mannlega hæfileika og getu á öllum sviðum. Með þessu skapast jákvæð afstaða gagnvart heiminum, en hin gamla bölsýni kristninnar fer þverrandi. Fornmenntastefnan. Jafnframt því sem þróun efnisvísindanna kom til að hafa víðtæk áhrif á alla guðfræði, varð hún einnig á endurreisnar- tímabilinu fyrir miklum áhrifum af fornri siðfræði, einkum Stóuspekinni. Menn eins og Erasmus og Hugo Grotius urðu bæði undrandi og heillaðir, er þeir komust á snoðir um, að fornir spekingar eins og Seneca, Epictetus og Marcus Aurelius keisari höfðu komizt að líkri niðurstöðu og höfundur kristn- innar, að góðvild til allra manna væri ekki aðeins fegursta lífsreglan, heldur væri hún líka grundvölluð á skynsemi. Hér kom til sögunnar algerlega nýtt fyrirbrigði í andlegu lífi Vesturálfu: Bjartsýn lífsskoðun á siðferðilegum grundvelli. Að þessu leyti er Evrópumaður nútímans ólíkur öllum fyrri tíma mönnum, að hann trúir á framfarir og þróun og er ein- ráðinn í því að greiða götu þessarar þróunar fram á við og upp á við af öllum sínum mætti. Hann trúir á algæzku Guðs og er hneigður til að taka mannúðlega afstöðu gagnvart öðrum. Þessi bjartsýna lífsskoðun féll kristnum mönnum brátt vel í geð, af því að finna mátti vísi að henni í kenningum Jesú. Enda þótt Jesús hefði í meginatriðum neikvæða heimsskoðun, og teldi að þessari veröld væri ekki viðbjargandi, lenti hann þó aldrei í fullkominni bölsýni. Ef svo hefði verið, mundu trúarbrögð þau, er frá honum eru runnin, aldrei hafa orðið trúarbrögð kærleiksþjónustunnar. Þrátt fyrir heimsslitahug-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.