Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 28
170
KIRKJURITIÐ
ef hún vill vera sjálfri sór trú og halda áfram að vera það,
sem hún var í upphafi: trúarbrögöin um guösríkiö. Hvað guðs-
ríkið raunverulega er, sést af þeim áhrifum, sem þessi hug-
mynd hefir á líf þess, er trúir. Á hvern hátt guðsríkið kemur,
skiptir minna máli í þessu sambandi, og er komið undir hug-
myndum og heimsskoðunum hvers tíma. Takmarkið er aðal-
atriðið, hinn siðlegi ávinningur. Meðan til er lifandi trú á guðs-
ríkið, sem er í nánd fyrir þá, sem verðskulda það með breytni
sinni, þá eigum við enn þá kjarnann í trú frumkristninnar.
Ævisögur Jesú.
Allt frá síðustu árum 18. aldar og langt fram á hina 19.
öld komu út fjöldamargar ævisögur Jesú, sem leituðust við að
sýna fram á, að kenningar Jesú um guðsríkið hefðu verið
miklu andlegri en heimslitahugmyndir síðgyðingdómsins. Ein
hin síðasta þessara bóka var: Das Wesen des Christentums eftir
Harnack, sem kom út um aldamótin síðustu og hafði allmikil
áhrif á trúarskoðanir íslenzkra fræðimanna allt fram á þenn-
an dag.
Jóhannes Weiss prófessor í Heidelberg hafði þó sýnt fram
á það í bók sinni, Die Predigt Jesu von Reiche Gottes, sem út
kom árið 1892, að ógerlegt væri að greina á milli hinna síð-
gyðinglegu heimsslitahugmynda og Messíasarboðskapar Jesú,
eins og frá honum er skýrt í Mattheusar og Markúsarguðspjalli.
Albert Schweitzer tók upp þennan þráð og sýndi fram á það
í tveimur ritum sínum: Das Messianitáts- und Lebensgeheimnis
1901 og Geschichte der Leben-Jesu-Forschung 1906, að Jesús
hefði bæði lifað og hrærzt í þessu andrúmslofti heimsslita-
hugmyndanna.
Það er erfitt, segir Schweitzer, að verða að viðurkenna, að
Jesús, sem var svo innblásinn af anda Guðs og hlýtur ávallt
að vera í vitund vorri æðsti opinberandi trúarlegra og and-
legra sanninda, að hann hafi ekki staðið að þessu leyti yfir
sínum tíma í þekkingu, eins og vér þó hefðum vænzt. Lang-
helzt hefðum vér viljað finna í boðskap Jesú hinzta sannleika
trúarinnar í því formi, sem aldrei hefði þurft að haggast. En
nú er staðreyndin þessi, að raunverulega aðhylltist hann heims-
skoðun löngu liðins tíma, sem að vorri hyggju var á misskiln-
ingi byggð og öldungis er óaðgengileg nútímamönnum. Hvernig