Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 33

Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 33
Séra Lárus Arnórsson sextugur. Séra Lárus Arnórsson er fæddur að Hesti í Borgarfirði 29. apríl 1895. Foreldrar hans voru séra Arnór á Hesti Þor- láksson, bróðir Þórarins listmál- ara og Þorláks, föður Jóns Þor- lákssonar ráðherra, og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir, systir séra Stefáns á Staðar- hrauni. Hann varð stúdent úr Mennta- skóla Reykjavíkur árið 1915 og kandidat í guðfræði frá Háskól- anum 1919. Gerðist sama ár að- stoðarprestur séra Björns Jónssonar að Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði, og var veitt það prestakall 1921. Hefir hann þjónað því embætti síðan. Hann hefir haft auka- þjónustu í ýmsum prestaköllum og sóknum, svo sem Glaumbæjarprestakalli um árabil og Rípurprestakalli 1935 —1940 og Goðdala- og Ábæjarsókn. Hefir hann því oft átt um langan veg að sækja til embættisverka, enda hefir hann lengi haft góða hesta og bifreið og ekki látið vega- lengdir fyrir sér standa. Séra Lárus er tápmikill, eins og hann á kyn til, snjall rseðumaður og vel ritfær, þó að hann hafi ekki margt látið frá sér fara á prenti. Kirkjuritið árnar honum heilla á þessum merkisdegi í ®fi hans. Séra Lárus Arnórsson. M.J.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.