Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 36

Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 36
Samtíningur utan lands og innan. Er ekki hægt að koma á kynnisferðum présta til annarra landa, Englands eða Norðurlanda? Þetta er spurning, sem oft og tíðum hlýtur að hafa komið upp í huga íslenzkra kenni- manna, bæði í sveit og borg. Það væri að eyða rúmi Kirkju- ritsins til lítils, að fara að setja hér fram rök fyrir því, hve æskilegar — nauðsynlegar — slíkar ferðir eru. Hitt væri nær, að reyna að gera sér einhverja grein fyrir, hvaða möguleikar eru fyrir hendi að koma þeim á. ★ Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt? Þetta gera aðrar stéttir, sem sízt hafa rýmri fjárhag heldur en prestarnir, til dæmis kennarar. Þeir fóru hópferð til Danmerkur í fyrra eða hittifyrra, og létu vel af förinni, svo sem von var á. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Aðalatriðið er, að eitthvað sé gert í málinu. Vísa ég því aðallega til biskupsskrifstofunnar og stjórn- ar Prestafélags Islands. Þessir aðilar eru líklegastir til að geta sinnt þessu verkefni þannig, að árangur verði. ★ Það var margt um mánninn á samkomum Billy Grahams í London í fyrra vetur. Var sagt frá þeim fundahöldum í fréttum á sínum tíma, og hvern árangur þau báru fyrir þátt- takendur. Nú er í ráði, að Billy Graham komi til Bretlands aftur í vetur. Hefir verið sett á stofn fjölmenn nefnd frá öllum kirkjudeildum mótmælenda í Englandi til að undirbúa komu hans. Formaður hennar er biskupinn af Barking. Meðal nefnd- armanna eru fjórir þingmenn. ★ Síðastliðið haust birti Alþýðublaðið greinar eftir brezkan blaðamann um ferð hans til Sovétríkjanna. Þar er meðal annars komizt svo að orði um kirkju og trúarlíf í Rússlandi: „Þær kirkjur, sem opnar eru, eru fullar — og það ekki ein- göngu af gömlu fólki. Ég sá marga unga menn og konur kyssa

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.