Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 39
Látinn prestur vestan hafs.
Það er sjálfsagður hlutur, að tímarit íslenzku kirkjunnar
minnist presta hennar, þegar þeir fara af þessum heimi. Jafn-
sjálfsagt ætti það í rauninni að vera, að það gerði hið sama
um íslenzka presta vestan hafs, þá er á móðurmáli sínu hafa
prédikað, og þá um fram allt, ef þeir voru fæddir á íslandi
og horfðu þar undrunaraugum barnsins á Guðs dýrð í náttúr-
unni. Einn þessara virðulegu öldunga er nú nýlega hniginn í
valinn: sira Sigurður Christopherson. Hann veiktist snögglega
á jólanótt í vetur og andaðist í sjúkrahúsi í Winnipeg að
morgni þess 8. janúar. Var honum það ljóst, þegar er hann
veiktist, að hann mundi ekki taka fleiri sóttir, og gerði því
ýtarlegar ráðstafanir um allt það, er laut að eigum hans og
útför, sem hann lagði áherzlu á að yrði sem óbrotnust og
íburðarminnst.
Ástæðan til þess, að ég hefi tekið mér fyrir hendur að minn-
ast þessa mætismanns með nokkrum orðum, er sú, að hin
síðari árin skrifaðist kona mín á við hann að staðaldri, og
af bréfum hans varð mér það ljóst, hve merkur maður hann
var og trúarhetja. Efnið tek ég sumpart úr æfiágripi því, er
hann ritaði sjálfur í Sameininguna, þegar hann prestvígðist,
1909, en sumpart úr bréfi til konu minnar frá frænda hans,
John Christopherson, lögfræðingi í Winnipeg (þeir voru bræðra-
synir), en um ættir eyk ég örlitlu við eftir frásögn hennar.
í æfiágripi sínu kemst sira Sigurður þannig að orði:
„Ég er fæddur 21. apríl 1876 að Neslöndum við Mývatn.
Foreldrar mínir voru þau Sigurjón Kristófersson og kona hans
Helga Jórunn Jónsdóttir. Með þeim fluttist ég til Ameríku
1893. Tókum við okkur bólfestu í Argyle-nýlendu í Manitoba,
°g þar hafa foreldrar mínir búið síðan. Fyrst framan af dvaldi
vg hjá þeim og gekk á alþýðuskóla. Haustið 1901 hóf ég nám