Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 42
184
KIRKJURITIÐ
stiku á trúhneigð fólksins. Á öllum stórhátíðum streymir fólk
til kirkju. Og kirkjurnar eru yfirfullar eða að minnsta kosti
allt að því fullar á slíkum stundum, jafnvel 2—3 daga í röð.
Og marga helgidaga mætir fólk til kirkju í tugatali, þó að
aðeins sé um almenna messu að ræða og jafnvel þótt það eigi
von á „skrifborðsprédikun“ prestsins síns. Hvernig á því stend-
ur, að prestar, bæði í ræðu og riti, ,,útbásúnera“ slæma kirkju-
sókn, fæ ég ekki skilið. — Og svo gleymdi ég að minnast á
það, að á hverjum sunnudegi hlusta þúsundir á útvarpsmessu.
En einmitt þær messur draga mjög mikið úr kirkjusókn út
um byggðir landsins. En einnig útvarpsmessurnar, sem svo
mikið er hlustað á (eins og við vitum ótal dæmi), verðum við
að taka með í reikninginn, þegar við tölum um kirkjusókn.
— Að þessu öllu athuguðu held ég, að prestar ættu að tala
færra um slæma kirkjusókn. Að sjálfsögðu ætlast ég ekki til
þess, að prestarnir segi: Það er allt í lagi með kirkjusóknina.
En þetta sífellda tal um slæma kirkjusókn hefir sín áhrif á
kirkjusóknina. Ef henni er svo mjög ábótavant, verður að bæta
úr henni á annan hátt. Ef prestar endilega vilja eitthvað um
hana tala, er nóg að segja, að hún þyrfti að vera betri. Og þá
er að reyna að bæta úr henni, til dæmis með fleiri messum,
breytilegra formi hið ytra og betri prédikunum. En urn fram
allt þarf fólkiö að finna Krist í Mrkjunum, en ekki fyrst og
fremst prest. — Með hans aðstoð hefi ég stigið mín mestu
gæfuspor í lífinu og ég vildi gjarnan geta leitt sem flesta til
hans, svo að hann gæti leitt þá. Það er hann, en ekki ég, sem
þarf að vera leiðtoginn. Kirkjan mín er vitinn, Kristur klett-
urinn, sem hún er byggð á.
(Úr bréfi frá séra Jóni Kr. ísfeld.)
*
Dr. John Mott látinn.
Dr. John Mott, einn af stofnendum Kristilegs heimssambands
stúdenta, andaðist að heimili sínu í Flórida 31. janúar síðast-
liðinn um níræður að aldri. Hann var frægur stjórnandi og
prédikari og rithöfundur góður. Hann var kosinn 1948 heiðurs-
forseti Alkirkjuráðsins.