Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 46
188
KIRKJURITIÐ
og veggkerti í stíl við hana. Sérstaka krónu lét hann á söng-
loft, hjálm í fordyri, ljós í skrúðhús og víðar og tvö útiljós.
Rafmagnskerti voru sett í gömlu kertakrónuna, sem er mjög
svipuð hinni nýju, en þó nokkru minni.
Svo lét Júlíus einnig í té jarðstreng úr vélarhúsi í kirkju.
Að öllu þessu vann Júlíus sjálfur við annan mann í sumar-
fríi sínu og fengu þeir Sigurð Lárusson bónda í Tjaldanesi
með sér. Tilkynnti Júlíus síðan, að hann og kona hans, frú
Ingibjörg Guðmundsdóttir, gæfu kirkjunni raflýsinguna og
áfallinn kostnað, en því fé, sem söfnuðurinn hafði safnað, skyldu
þeir verja til kaupa á Ijósavél.
Við messu á jóladag síðastliðinn var svo fyrst kveikt á ljós-
um þessum, og var þá ljósahátíð hið ytra sem innra í Staðar-
hólskirkju.
Eftir leikmannsmati mun gjöf þessi nema um 30 þúsund
krónum.
Þegar um svo stóra gjöf er að ræða, þykir mönnum enn
meir til koma, þegar það er utansveitarmenn sem gefa, en
Júlíus er fæddur að Lágafelli í Miklaholtshreppi, Snæf., og
kona hans á Kálfárvöllum í Staðarsveit. En Björn Björnsson,
faðir Júlíusar, var Saurbæingur frá Hvammsdal. Bræður hans,
þeir Evert Björnsson frá Hvammsdal og Jón Björnsson í Tjalda-
nesi, unnu við kirkjubygginguna ásamt Jóakim Guðmundssyni
yfirsmið. Systursonur þessara bræðra, sonur Margrétar Björns-
dóttur, er svo Ólafur Skagfjörð, núverandi formaður sóknar-
nefndar.
Hefir þessi ættleggur því hlúð vel að Staðarhólskirkju. Fyrst
vinna þeir bræður við smíði hennar, og svo koma þeir systkina-
synirnir Ólafur og Júlíus með sín verk og þessa stórmannlegu
gjöf. Ætt þeirra hefir jafnan verið trú kirkju sinni og kristn-
um dómi, enda má rekja hana til fornra kirkjuhöfðingja hér-
lendra. Þórir Stephensen.
fílönduóskirkja sextíu ára.
Á þessum vetri átti kirkjan á Blönduósi sextugsafmæli. Var
hún vígð 13. janúar 1895. Var það fyrsta kirkjan, sem reist
var á Blönduósi, en áður hafði sóknarkirkjan staðið á Hjalta-