Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 47
PRÝÐUM GUÐSHÚSIN
189
bakka, skammt innan við kauptúnið. Fyrir tíu árum var hálfr-
ar aldar afmælis kirkjunnar minnzt mjög rækilega með hátíða-
messu og samkomu sóknarmanna á eftir og var þá rakin all-
ýtarlega saga kirkjunnar.
Að þessu sinni var afmælisins minnzt með hátíðamessu
sunnudaginn 13. þ. m., og var kirkjan þéttskipuð fólki. Við það
tækifæri var vígð ný altaristafla eftir Jóhannes Kjarval list-
málara. Er það allstórt og fallegt málverk út af Emmaus-
frásögunni. Undir henni á altarinu er mahognybrík, og standa
á henni með upphleyptum, gylltum stöfum þessi orð: Sjá, ég
er mitt á meðal yðar.
Er tafla þessi keypt fyrir fé úr áheitasjóði kirkjunnar, en
hann hefir vaxið mjög á undanförnum árum, og virðist kirkjan
verða vel við áheitum manna. Mun taflan hafa kostað upp-
sett hátt á sjöunda þúsund krónur.
Þá voru einnig keyptar fyrir fé þessa sjóðs og teknar í
notkun tvær númeratöflur, smíðaðar af þeim Birni Einarssyni
trésmíðameistara og Kristófer Kristóferssyni kaupmanni á
Blönduósi, og eru þær mjög haglega gerðar.
Loks skal þess getið, að við þetta tækifæri voru kirkjunni
gefnir fjórtán fermingarkyrtlar, tíu frá kvenfélaginu á Blöndu-
ósi og fjórir frá kvenfélaginu í Torfalækjarhreppi.
Vil ég færa þessum gefendum og öðrum þeim, sem fært
hafa kirkjunni ýmsar gjafir á undanförnum árum og sýnt
henni ræktarsemi og vinsemd, innilegustu þakkir, og bið Guð
að blessa allan þeirra hag.
Að lokinni guðsþjónustu sátu allmargir kirkjugesta kaffiboð
á heimili læknishjónanna, þeirra frú Guðbjargar og Páls Kolka.
Steinnesi, 15. febrúar 1955.
Þorst. B. Gíslason.
Gjöf til Melstaðarkirkju.
Ár 1954, sunnudaginn 30. maí fór fram í Melstaöarkirkju
guðsþjónusta, þar sem sóknarpresturinn Jóhann Kr. Briem
kvaddi söfnuðinn, eftir 4 ára farsælt prestsstarf. í messu-
gjörðinni tók presturinn á móti fyrir hönd Melstaðarsóknar
skírnarfonti, sem systkinin Þórdís og Gísli á Saurum afhentu
Melstaðarkirkju að gjöf til minningar um foreldra sína, þau