Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 4
Myndir frá Minneapolisþmginu
Það er gamall siður á íslandi, að þeir, sem utan fara, segi
nokkuð frá för sinni, er heim kemur. Vil ég nú einnig fara að
því, er ég hefi setið kirkjuþing Lúterstrúarmanna í Minneapolis
í Bandaríkjunum, fund sjö hundruð fulltrúa meira en 50 millj-
óna manna frá um þrjátíu þjóðlöndum. Þykir mér vel hlýða,
að ég minnist í Kirkjuritinu nokkuð á þing þetta, sem vakið
hefir athygli um alla jörð.
En sökum þess, hve rúm er takmarkað, verð ég að láta það
nægja að bregða upp fáeinum myndum af þinginu að þessu
sinni. Síðar mun ég birta í Kirkjuritinu eitt af helztu erind-
unum, sem þar voru flutt:
I.
Upphaf þingsins er skrúðganga á hlýju og fögru sumarkvöldi.
Þingfulltrúar safnast saman í höfuðkirkju lúterskra manna í
Minneapolis og skrýðast embættisbúningum sínum, skrautleg-
um og marglitum. Ganga síðan út, fulltrúar hverrar þjóðar
undir sínu merki. Fylkingin þokast áfram hægt og hægt, en
manngrúi á báðar hendur. Við förum framhjá allmörgum ís-
lendingum, sem fagna okkur. Nokkur hundruð metra eru frá
kirkjunni til fundarsalarins ,sem tekur fullan tug þúsunda.
Hann ómar allur af fagnandi söng. Sætin eru lengi að fyllast,
og á meðan hljómar frá upphafi til enda og aftur og aftur
sálmurinn: Lofið vorn Drottin hinn líknsama föður á hæðum.
Síðast ganga inn tveir kertasveinar í hvítum kyrtlum og með
þeim blökkumaður frá Afríku og Lajos Ordass, biskup Lúters-
trúarmanna á Ungverjalandi, hár, virðulegur, merktur rúnum
harma og píslarvættis. Þeir ganga upp á pall fyrir salargafli
prýddan grænu limi. Þar standa altari og prédikunarstóll. —