Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 8

Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 8
390 KIRKJURITIÐ m. Fleiri og fleiri koma fram á þinginu, er draga að sér athygli allra, enda eru þeir heimsfræg mikilmenni. Otto Dibehus, Berlínarbiskup, flytur erindi um ríki og kirkju og nauðsyn líkn- arstarfa í veröldinni. í sambandi við það erindi er sýning og talkór. Kristur mælir við heimsslit: „Hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og þér komuð til mín .... Sannlega segi eg yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. Dibelius er 77 ára gamall, orðinn sköll- óttur, en engin ellimerki né þreyta sjást, talar svo að hjörtun taka að brenna, óttalaus alla æfi jafnt við Nazista sem Komm- únista. Hann er postulleg hetja, sem lifir eftir orðunum: Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Lágur vexti. Þannig gæti ég hugsað mér Pál frá Tarsus. Franklin Clark Fry frá New York, yfinnaður Sameinuðu lút- ersku kirkjunnar í Vesturheimi, setur einnig mjög svip sinn á þingið. Hann er hár, gáfulegur, starfsmaður mikill, enda hafa honum verið falin fleiri og meiri kirkjuleg vandamál en flest- um öðrum leiðtogum kristninnar á vorum dögum. Hann er í stjórn alkirkjuráðsins. Áhrifa hans gætir hvarvetna. Og nú bæt- ist það við, er líður að þinglausnum, að hann verður kosinn í einu hljóði forseti Lúterska heimssambandsins næstu fimm ár- in. Hann er enn á bezta aldri, 57 ára. Atkvæðagreiðslur hefjast, er líður á þingið, og eru allar sam- þykktir gerðar í einu hljóði. M. a. má nefna þessar: Þingið lætur í Ijós þungar áhyggjur yfir þeim vandamálum, sem hindra réttlæti og ógna friði. Þær eru einnig áhyggjur annarra kristinna trúarflokka, allra, sem vilja vel. Þingið kannast við áhyggjurnar almennu út af ógnum vetn- issprengjunnar og leggur áherzlu á, að tryggt sé með nauð- synlegri umsjón öryggi allra þjóða, svo sem fremst er kostur, og stöðvuð framleiðsla kjamorkuvopna, en leiðir fundnar til

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.