Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 12

Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 12
394 KIRKJUHITXÐ Kirkjan er lifandi stofnun, sem verður sífellt að endurnýjast eins og tréð, sem skrýðist með hverju ári nýjum blöðum og berki. Stöðnun er dauði. Straumur lífsins verður að halda áfram óhindraður um eilíf ár. Sálmurinn: Vor Guð er borg á bjargi traust er sunginn. Fjórði þátturinn er um frelsi vort til þess að inna þjónustu af höndum. Rödd gagnrýnandans og heimshyggjunnar dregur einnig það frelsi í efa. Kona kemur fram, forseti Trúboðssam- bands kvenna innan lútersku kirkjunnar í Vesturheimi, Dorothy Haas að nafni. Hún lætur verkin tala. Og söfnuðurinn svarar með því að leggja fram gjafir til hjálpar bágstöddum um heim allan. Meðan sú fjársöfnun stendur yfir, syngur söngflokkur- inn fegurstu andleg ljóð. Fimmti þátturinn er um frelsi kirkjunnar og sameiningu í voninni. Þeirri von er andmælt. Hún sé blekking ein og tál. Hanns Lilje svarar af brennandi andagift. Er þetta síðasta ræðan og hnígur aftur að upphafserindi hans, þrungin bjart- sýni og víðsýni. Undirstraumurinn að baki hverju orði er fagn- andi vitnisburður: í voninni eruð þér hólpnir orðnir. Þá er sunginn sálmurinn. Nú gjaldi Guði þökk. Kirkjubænina flytur biskup frá Indlandi. Og allir biðja sam- an: Faðir vor. Hanns Lilje lýsir blessun Drottins. En söfnuð- urinn svarar með þreföldu amen. Mannfjöldinn gengur burt og útgöngulag er leikið. Hátíða- guðsþjónustunni miklu — og þinginu er lokið. Ég flyt yður öllum kveðju frá þessu þingi. Það á að vera oss öllum hvöt til starfa að aukinni sameiningu og siðabót lút- ersku kirkjunnar. Frelsi hennar byggist allt á Kristi. Ef sam- vizkan upplýst af anda hans mótar líf vort og starf, þá mun það tryggja sigur lútersku kirkjunnar á íslandi um ókomin ár. Sækjum fram. Lyftum hátt merki konungsins Krists. ÁsMUNDUR GuÐMUNDSSON.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.