Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 14

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 14
396 KIRKJURITIÐ vísindamenn unnið að kalla nótt og nýtan dag við nýjar upp- götvanir, einkum í þágu hemaðartækninnar. Það sorglega við heimsástandið í dag er, að vorri kynslóð er ekki ólíkt farið og unglingi, sem jafnóðum vex upp úr hverri flík, en er fremur seinþroska andlega. Hver gæti sagt um það, hvar vér stæðum nú á sviðum bókmennta og lista og í andlegri reynzlu, ef öðr- um eins óhemju krafti og tíma hefði verið eytt til leitar og sigra þar og gert er í leit að hinum svokölluðu auðsuppsprett- um og þeirra uppfinninga, sem ég hefi að vikið. Sagan vottar skýrum stöfum, að í fornöld og á miðöldum voru uppi menn, sem í andlegum efnum stóðu oss ekki aðeins á sporði heldur sumir langt um framar í vissum atriðum. — Heimska og blekking lýsir sér í því að kalla miðaldir skýrgrein- ingarlaust myrkurtíma. Þá voru einmitt uppi sumir þeirra and- ans manna, er ekki eiga sína líka þann dag í dag. Skáldið Dante, er reit „Hinn guðdómlega sýnileik." Listamennimir Michael Angelo, Rafael og Leonardo da Vinci, sem naumast mun eiga sinn jafningja að fjölhæfni. Heimspekingurinn og trú- spekingurinn Tómas frá Akvinum. Rétt til að nefna einhverja. Og ekki má gleyma því, að þá voru einhverjir mestu friðar- tímar veraldarsögunnar. Þetta nægir til að minna á þá staðreynd, hve fávíslegt er að ætla að einni öld sé allt gefið, eða að allt sé fengið með fram- förum á vissum sviðum, þótt ómetanlegar séu. Og raunar ligg- ur það í augum uppi við nánari umhugsun, að eins og göfug sál er hraustum líkama meiri og eftirsóknarverðari, em andleg afrek enn æðri og meiri tæknilegum framkvæmdum. Og var- anlegri. Eg dreg þetta mál saman í tvær tilvitnanir: Lærisveinar Jesú Krists sýndu honum byggingar helgidóms- ins, stolt þjóðarinnar. En hann sagði harmandi: „Eigi mun hér verða skilinn eftir steinn yfn steini, er ekki mun verða rifinn niður." — Þetta kom á daginn. Einar Benediktsson segir hins vegar: „Myndasmíðir andans skulu standa." Mörg vitni era líka um þau sannindi. Hér er aðeins tæpt á miklu efni til frekari umhugsunar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.