Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 18

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 18
400 KIRKJURITXÐ landi, að ritfrelsi og prentfrelsi eigi að varðveita sem allra bezt, og skerða sem allra minnst. En það er óþarft að glevma því, eða leyna því, að hér er ekki algjört prentfrelsi. Þess vegna getur ekki verið nein goðgá að ræða, hvort æskilegt sé að slíkt rit og hér um ræðir sé þýtt á íslenzku og gefið hér út. Afstaða þriggja Norðurlandaþjóðanna tekur af skarið um, að margir telja bókina illa eða óprenthæfa. í þessu sambandi er næstum grátbroslegt að hugsa til þess úlfaþyts, sem Ólöf í Ási vakti á sínum tíma og Saga snillingsins, að ekki sé talað um „Bláu bókina“ svonefndu. Ekkert af þessu er nefnandi í sömu and- ránni og Roðasteinninn. En þess virðist hafa verið beðið með eftirvæntingu, að hann kæmi hér út. Ég hefi líka heyrt menn láta það í veðri vaka, að hann sé ekki eingöngu listaverk, heldur næstum nauðsynleg kennslubók í ástalífi. Kunnur kennari hefir samt kveðið svo að orði í útvarpinu, að það mundi varða sig, og aðra kennara stöðumissi, ef þeir stuðluðu að því að börn og unglingar læsu bókina eða læsu hana fyrir þau. En það væri kannske rétt að prófa það, hvort margir byðust til að lesa þessa bók óstytta og ófalsaða í íslenzkri þýðingu upphátt á opinberri samkomu. Fyrirfram hefi ég ekki trú á því, að þeir yrðu margir. Ég treystist ekki til að dæma um listgildi bókarinnar, né tel ég mér skylt að taka annarra dóma þar skilyrðislaust til greina, því að algildar reglur í þeim efnum og óskeikull mælikvarði eru naumast til. Hitt leyfi ég mér að fullyrða, að margt í bók- inni sé klám og sóðaskapur. Menn, sem notuðu slíkt orðbragð, yrðu vart taldir í húsum hæfir. Lestur sumra ástalífslýsinganna er eins og að vaða eðju, og þvo sér upp úr forarpolli. Við þessu segja jafnvel þeir, sem kalla sig vantrúarmenn, eins og með heilögum vandlætingarsvip, að hreinum sé allt hreint. Þar með á það að vera sannað, að ég og aðrir lesendur af líku tagi sé- um illa innrættir. En það eru til svo mörg máltæki. Önnur segja til dæmis. Hver elskar sér líkt. Fjórðungi bregður til fósturs. Smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir eftir ber. Og þar fram eftir götunum. Með þessari sönnunaraðferð væri því hægt að segja, að þeir, sem læsu bókina sér til ánægju og læi- dóms, gætu, þótt hreinir væru, að eigin dómi, ruglast í ríminu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.