Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 22
404
KIRKJURITIÐ
2. flokkur: Séra Bragi Friðriksson, Reykjavík, stjórnandi,
Séra Jón Þorvarðsson, Reykjavík,
Jón PáJsson, bókbandsmeistari, Reykjavík.
3. flokkur: Séra Bragi Friðriksson, stjómandi,
Björg Jóhannesdóttir, kennari, Löngumýri,
Ingólfur Guðbrandsson, söngnámsstjóri, Reykjavík,
Frú Inga Þorgeirsdóttir, kennari, Reykjavík,
Séra Ámi Sigurðsson, Hofsósi.
Þá dvöldu prestskonumar, frú Laufey Eiríksdóttir og frú
Katrín Eyjólfsdóttir að Löngumýri og veittu ýmsa aðstoð.
Forstöðukonan var ætíð boðin og búin til hjálpar í hvívetna,
en Guðrún Halldórsdóttir frá Akureyri og Guðmundur Jóns-
son frá Blönduósi veittu bæði tilsögn í garðyrkju og jurta-
söfnun.
Þannig vom það a'Us 18 manns, sem kenndu eða veittu aðstoð í sam-
bandi við Sumarbúðimar, eða 7 konur og 11 karlmenn, þar af fimm prest-
ar. Af þessum hópi vom aðeins þrir, sem tóku sérstök laun fyrir störf
sín, en fæðisgjald og ferðakostnaður var greiddur fyrir þessa aðila flest-
alla.
STARFSFÓLK.
Ráðskona var ráðin frú Ásta Thorarensen, Kópavogi, en auk hennar
störfuðu við Sumarbúðimar í eldhúsi og við ræstingu frú Ásta Valdimars-
dóttir, frú Sigrún Arthursdóttir, ungfrú Hrefna Beckmann, en auk þeirra
veittu áðurnefndar konur mikilvæga aðstoð án þóknunar. Starfsfólkið
reyndist yfirleitt mjög vel, og skal sérstaklega getið ráðskonunnar, er sýndi
mikinn dugnað í starfi og álhugasemi um málefnið. Matur var góður og
vel fram borinn.
NÁM OG LEIKUR.
Tilgangur Sumarbúðastarfsins var sá að hafa vekjandi trúar- og sið-
gæðisáhrif á æskufólkið og kynna því holl tómstundaverkefni.
í samræmi við það var lögð áherzla á, að dvölin að Löngumýri yrði
með frjálslegum og h'lýlegum blæ. Starfsskráin var því ekki ákveðin fyrir-
fram, heldur hver dagur skipulagður eftir veðurfari og aðstæðum. Reynd-
ist þetta vel. í stómm dráttum var dagskráin þessi:
Kl. 8 árd. Vakið.
— 8,25 Fáni dreginn að hún. Morgunsöngur.
— 8,30 Árverður.