Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 23

Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 23
SKÝRSLA um sumarbúðir 405 — 9 Morgunbænir. Sálmar sungnir, bæn, Ritningailestur. — 9,10 Nám í Kristum fræðum. í Kristum fræðum var farið í níu dæmisögur Jesú Krists og efni þeirra og boðskapur skýrður og túlkaður. Kjama- orð allra flokkanna voru tekin úr Mt. 6, 21: „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ — 10 Söngur. Kenndir voru og æfðir fjölmargir sálmar, ætt- jarðarlög og aðrir söngvar við hæfi bama og unglinga. Var söngurinn eðlilega einkar vinsæl'l og drjúgur þáttur í starfinu. — 11 Útivist. — 12—2 e. h. Matur og frjálst tímabil. — 1,30 Biblíulestur starfsfólksins. Daglega var efnt til sérstakra stunda, þar sem fullorðna fólkið kom saman til bæna- og Biblíulestrarstunda. Var þetta mjög ánægjulegt og þátttaka mjög góð. Farið var í sama efni og með ung- lingunum, og í því sambandi ýmis mál trúarlegs og kirkjulegs eðlis rædd. — 2—6,30 Tímanum skipt til íþrótta, gönguferða, garðyrkju, handíða eða leikja. Sund var iðkað mikið að Varma- hlíð, — 6,30 Matur. — 7,30—9,15 Á kvöldin var efnt til kvöldvaka, þar sem ýmis atriði fóm fram, er unga fólkið æfði og undirbjó. Þá vom skuggamyndir og kvikmyndir sýndar og ávörp flutt. Onnur kvöld var farið út, er veður var fagurt. — 9,30 Kvöldbænir og siðan gengið til náða. FERÐIR OC HEIMSÓKNIR. Hverjum flokki var boðið í ferðalag um Skagafjörð. Fyrsti flokkurinn fór til Hóla, sunnudaginn 7. júlí. Sóknarpresturinn, séra Bjöm Bjömsson, tók á móti hópnum og sýndi honum staðinn. Þá fór fram guðsþjónusta i Hólakirkju. Á leiðinni Iheim var komið við á Sauðárkróki og í Glaumbæ, þar sem byggðasafnið var skoðað. Annar flokkurinn fór að Flugumýri og skoðaði kirkjuna og býlið. Var lögð áherzla á, að drengimir kynntust fomu byggingalagi útihúsa og nöfnum á því helzta í sambandi við fjárhús og tóftir. Virtist áhugi þeirra vera mikill á þessu. Síðan var haldið fram Blönduhlíð og sögustaðir kynntir. Staðnæmzt var að Stóru-Ökmm, Miklabæ og Bólu. Þá var hald-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.