Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 24
406 KIRKJURITIÐ ið að Glaumbæ og byggðasafnið enn skoðað. Leiðsögumaður var nú séra Lárus Amórsson. Þriðji hópurinn fór yfir Héraðsvötn og út Blönduhlíð og síðan yfir í Hegranes, og var dvalizt þar um sinn. Þá var komið til Sauðárkróks, og tók þar séra Helgi Konráðsson, prófastur, á móti okkur. Þaðan var hald- ið heim, en komið við í Glaumbæ á leiðinni. Leiðsögumaðux var nú Guð- mundur Jónsson, garðyrkjumaður. Þá fóm flokkamir í gönguferðir um nágrennið. Drengjaflokkurinn gekk á Grísafell og telpumar upp í Vatnsskarð. Ymsir urðu til að heimsækja Sumarbúðimar. Úr næsta nágrenni Löngu- mýrar komu böm og unglingar á kvöldvökur og þá stundum í fylgd með foreldmm sínum. Séra Bjartmar Kristjánsson að Mælifelli heimsótti stað- inn og með honum nokkur börn og fullorðið fólk. Séra Helgi Konráðs- son og Jón Bjömsson, fyrmm skólastjóri, komu og fluttu ávörp. Séra Gunn- ar Gíslason að Glaumbæ kom tvívegis. Auna Sigurjónsdóttir, kennari úr Hegranesi, kom að Löngumýri með hóp bama. Ta'laði hún til ungling- anna. Séra Birgir Snæbjömsson að Æsustöðum kom tíðum að Löngumýri og veitti mikla aðstoð með kennslu og annarri liðveizlu sinni. Á síðasta kvöldi Sumarbúðanna komu stórir flokkar í heimsókn. Séra Ámi Sigurðs- son efndi til ferðar hjá Æskulýðsfélagi sínu, og urðu þátttakendur um 80 alls. Þessir hópar komu til Löngumýrar, og var efnt til móts um kvöldið, sem varð hið ánægjulegasta. Munu alls um 200 manns hafa verið saman komið þetta kvöld, en alls munu um tvö hundmð manns hafa heimsótt Sumarbúðimar, meðan þær störfuðu í sumar. Hver flokkur sótti kirkju á sunnudögum. Fyrsti flokkurinn fór til Hóla, sem fyrr getur. Annar flokkurinn fór að Víðimýri, en þar fór fram guð- þjónusta undir stjóm séra Gunnars Gíslasonar og séra Jóns Þorvarðssonar. Þriðji flokkurinn fór að Holtastöðum í Langadal, en þar prédikuðu séra Birgir Snæbjömsson og séra Bragi Friðriksson, en séra Ámi Sigurðsson þjónaði fyrir altari fyrir prédikun. Kirkjuferðir þessar vom mjög ánægjuleg- ar og þátttaka heimafólks yfirleitt mikil. KOSTNAÐUR. Þátttökugjald var ákveðið 350,00 kr. fyrir hvem einstakling. Kostnaður varð eðlilega nokkm meiri, þar sem hér var um byrjun að ræða og þvi nauðsyn að kaupa bækur og tæki í sambandi við starfið. NIÐURLAG. í heild hefir vel tekizt um þessa fyrstu tilraun að Löngumýri. Fram- koma unglinganna var öll hin bezta. Kennarar reyndust allir ágætlega i

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.