Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 26

Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 26
408 KIRKJURITIÐ endurskoðuð. Árið 1912 var Biblían prentuð hér í Reykjavík, en hefir síðan verið endurprentuð eftir 'leturplötum þeim, sem þá voru gerðar, en prentun bókarinnar og band verið unnið f Bretlandi, enda kostað að öllu leyti af Hinu brezka Biblíufélagi. Hin síðari ár hefir brezka Biblíufélagið hvað eftir annað óskað eftir þvi, að íslenzka Biblíufélagið tæki útgáfuna í sínar hendur, þó að af því hafi ekki orðið fyrr en nú. Hefir hið brezka félag sýnt mikla lipurð og sanngimi i viðskiptum sínum við íslenzka Biblíufélagið, t. d. selt því leturplötur sínar við mjög vægu verði. Hin nýja Biblía, sem nú er nýkomin út, er því prentuð eftir plötun- um frá 1912 og óbreytt frá fyrri útgáfum. Hins vegar hafa nokkrar breyt- ingar verið gerðar á útliti bókarinnar, og er pappír og band mjög vand- að og allt útlit bókarinnar hið fegursta. Band hinnar nýju Biblíu er vandað rexinband, og er gylltur eða þrykktur kross framan á bókinni. Þá hefir verið gerð hlífðarkápa utan um bókina með kirkjulegum helgitáknum, teiknuð af Halldóri Péturssyni listmálara. Biblían er prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda hf., og hafa prentarar og bókbindarar unnið verk sitt með prýði. Söluverð Biblíunnar er 145.00 kr. eint., og er það kostnaðarverð, enda ekki til þess ætlazt, að Biblían sé seld með hagnaði. Aðalútsölumaður Biblíunnar er hr. Olafur Erlingsson bóksali, Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar, Hafnarstræti 9, Reykjavík. Stuðningsmönnum Biblíufélagsins um land allt er að þakka, að unnt hefir verið að ráðast í þessa útgáfu Biblíunnar. Auk þess hefir Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju veitt ríflegt lán úr prestakallasjóði til útgáf- unnar. Það verður að teljast þrekvirki af Hinu íslenzka Biblíufélagi, að hafa nú á tveimur ámm gefið út myndskreytta útgáfu Nýja Testamentisins, og allrar Biblíunnar. Enn um skeið mun Hið brezka Biblíufélag annast útgáfu Biblíunnar með smáa letrinu og útgáfu Nýja Testamentisins í litla brotinu. Óskar J. Þorláksson. Skugginn á ljósinu tilveru sína að þakka. — Gray. * * * Allt ófullkomið leitar fullkomnunar. — Tómas frá Akvínum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.