Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 28

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 28
410 KIRKJURITIÐ Lifandi Guð, í þíns helgidóms hús hugurinn stefnir til lofgjörðar fús. Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna, sálu mína langaði til, já hún þráði forgarða Drottins. Þannig hefst 84. sálmur Davíðs, sem einmitt hefir innblásið sálma- skáldið, sem orti hinn undurfagra sálm, sem vér sungum hér áðan. Og á liðnum öldum hafa þúsundir þúsunda tekið boði Drottins með gleði og tekið imdir lofgjörðarsálminn í húsi Drottins af hjartans grunni. * * * Fyrir fáum dögum var ég beðinn að sýna erlendum manni nokkrar af kirkjum höfuðborgarinnar. Það var næsta dapurlegt að koma að hverri kirkjunni á fætur annarri, — háskólakapell- unni, Neskirkju, Dómkirkjunni, — öllum harðlæstum. Ég spurði manninn, sem mér tókst að ná til að ljúka upp harðlæstum hliðum Neskirkju, einnar hinnar sérstæðustu kirkju hér á landi, hvernig á því gæti staðið, að kirkjumar væm yfirleitt alltaf harðlæstar, svo að það kostaði oft mikla fyrirhöfn að komast í þær. Hann svaraði því til, að kirkjumar yrðu að vera læstar vegna bamanna, sem annars mundu ganga þar illa um og jafnvel valda skemmdum. Höfum vér svikizt um að gefa þeim gott fordæmi með því að fara sjálfir til kirkju eða höfum vér gleymt að taka böm vor með, þegar vér fórum til kirkju? Hvem- ig stendur á því, að bömin skuli ekki læra að umgangast hið heilaga Guðs hús með virðingu og lotningu? Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta, þegar kirkjuhliðum Neskirkju var skellt í lás á eftir mér. Næst komum við að hinni rómversk kaþólsku Kristskirkju í Landakoti. Þessar tvær kirkjur em miklar and- stæður. Hin fyrmefnda er einföld, stílhrein og skrautlaus, en rómversk kaþólska kirkjan er um of fyllt af líkneskjum, margs konar skrauti og blómum, en eitt hafði hún tvímælalaust fram yfir hina: Hún var opin. Þarna vora allir velkomnir, ungir og gamlir, seint og snemma, bæði til að sjá kirkjuna og eins til að eiga þar kyrrláta bænastund. Vér hljótum að geta innrætt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.