Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 31
BUSTAÐIH DROTTINS 413 Nýjar kirkjur hafa verið reistar, og hafa fámennir söfnuðir sýnt fádæma fórnfýsi og gert allt, sem hægt var, til að gera Guðs húsið hlýlegt og aðlaðandi. Margir hafa á vígsludegi kirkna sinna borið fram góðar gjafir. Það hlýjar um hjartaræt- umar að lesa lista gefendanna, en allir þeir, sem vilja skreyta og fegra kirkjur sínar, verða að gæta þess, að gjafirnar verði ekki á kostnað samræmisins. Maður einn ætlaði að gefa kirkju sinni veglega gjöf, en hann gætti þess ekki, að skímarfonturinn, sem var eftirmynd eins fegursta skímarfonts í heimi, var of stór fyrir kirkjuna og naut sín ekki þar, sem skyldi. í útbúnaði kirkjunnar má ekki gæta ósamræmis. Allt á að þjóna sama markmiði í órofa einingu. Vér þurfum að hafa það á tilfinning- unni, þegar vér göngum inn í kirkju, að vér séum komin á helgan stað. Hjörtu vor eiga að fyllast lotningu og tilbeiðslu. Þá vitum vér, að orð sálmsins eru sönn: Sælir eru þeir menn, sem finna styrkleik hjá Drottni, er þeir hafa helgifarir í huga. Þá grípum vér ekki til afsakana, þegar boðið um að koma í hús Drottins nær til vor. Vér sitjum heldur ekki í kirkjunni þögulir og aðgerðarlausir, heldur tökum vér með áfergju á móti því orði, sem mettað getur sálir vorar og tökum undir lofsöng- mn í húsi Drottins. Hversu indælt er það ekki að koma að kirkjunni opinni og vita, að vér erum þar ávallt boðnir vel- komnir. Þeir, sem þangað leita, vita, hvílíkan styrk og huggun þar má finna. Þar öðlumst vér kærleika hans, réttlæti hans, frið hans og fyrirgefning. * * * Fyrri hluta þessa árs höfum vér sjaldan getað komið saman i húsi Drottins, m. a. vegna ófærðar af völdum snjóa. Margir hafa líka látið þessa mánuði, sem gegnir eru af árinu 1957. líða svo, að þeir gengu ekki til borðs Drottins. Ef Guð veitir oss líf og heilsu, þá gefast oss enn mörg tækifæri á árinu til að koma í helgidóminn og ganga til altaris. Vér vor- um ekki boðnir í forsetaveizluna hér á dögunum. Vér gerðum heldur ekki ráð fyrir því. Slíkt skiptir oss heldur engu máli. Hvað er því meira að fá að mæta Guði í tilbeiðslu og lofsöng

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.