Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 33
Afrcksverk unnið Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu pýðir Jobsbók úr hebresku á tslenzku. Þýðingin öll í IjóSum. Á krossmessu 14. f. m. afhenti Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu biskupi íslands að gjöf eiginhandrit sitt af Jobsbókarþýðingu sinni, sem hann hefir unnið að af frábærri eljan og vandvirkni á undangengnum árum. Jafnframt flutti hann ræðu þá, er hér fer á eftir og gerir ljósa grein fyrir verkinu: Herra biskup, Ásmundur Guðmundsson, og frú. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á hernuli okkar. Og þó að her sé fámenni, hlýðir að segja nokkur orð. Orsök þess, að þið eruð hér stödd, er sú, að síðasta handrit mitt af Jobsbók kemur nú út í vissum skilningi. Handrit hennar, sem nú verður lagt fram, er árangur af 10 ára tómstundaiðju minni. Og nú vil ég rekja, í helztu dráttum, sögu ritsins í mínum höndum. Fyrsta endurminning mín um Jobsbók er yfir 30 ára gömul. Þá var eg beðinn að umbæta lestrarkunnáttu 7 eða 8 ára telpu, svo að hun kæmist í sæmilegan bekk. Nokkrum vikum síðar kom faðir hennar — hann er Magnús bróðir minn — og spurði, hvemig námið sæktist. „Ég held sæmi- fega, það er bezt að reyna hana á Biblíunni," sagði ég og fletti, af til- viljun, að ég hélt, upp í Jobsbók, kap. 29, sem hefst þannig: Ó, að mér liði nú eins og forðum daga — eins og þá er Guð varðveitti mig. °g þar sem siðar segir : Þá er ég óð í rjóma, og olían rann í lækjum úr klettinum hjá mér. Að lestri loknum spyr faðir hennar: „Og skilur þú svo nokkuð af þessu, góða mín?“ »Eg skil að vaða í rjóma,“ segir bamið, „en mér yrði víst bannað það, °g ég ihefi aldrei séð svo mikinn rjóma.“ Þessi atburður varð til þess, að ég las Jobsbók vandlega. Og að lestri loknum spurði ég sjálfan mig: Hvemig stendur á þvi, að engin tihaun er gerð til þess að skýra þær mikiu mótsagnir, sem koma fram i kap. 27 —

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.