Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 34
416 KIRKJURITIÐ Myndin hér að ofan er tekin við það tækifæri, er biskupinn afhenti Ásgeiri Magnússyni frá Ægissíðu, fyrir hönd kirkjuráðs, Ijósprentað eintak af Guðbrandsbiblíu. Ráðið lieiðraði hann þannig í tilefni þess, að hann hafði áður afhent biskupi að gjöf Jobsbók í eiginhandriti, þýdda í íslenzk Ijóð úr hebreskum frumtexta. Talið frá vinstri: Biskupinn, Ásmundur Guð- mundsson, Ásgeir Magnússon, Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra. Gízur Bergsteinsson, hæstaréttardómari, séra Þorgrímur Sigurðsson frá Staða- stað og séra Jón Þorvarðsson. og enda víðar — og hvemig víkur því við, að íslendingar, sem öllu breyta í Ijóð, hafa ekki þýtt í bundið mál, sem fylgdi texta, þetta mesta og fræg- asta kvæði veraldar Ekki komst þetta lengra. Mig skorti bæði þroska og þekkingu, til þess að umbæta þýðingu 4 slíku riti. Og ég lagði viðfangsefnið á hi'lluna — og það gleymdist í full 20 ár. Allan þann tíma varði ég tómstundum mín- um klassíska tónlist — til þess að hlusta á hana og til þess að iðka hana af veikum mætti. Og hvað kemur þetta Jobsbók við? mætti spyrja. — Ég sá síðar, að allan þennan tírna hafði ég verið í ágætum skóla. Rythmus í tónlist og metrum — eða hrynjandi — í ljóðlist er náskylt. Elzta kenning um metmm — eða hrynjandina — í Jobsbók er frá dögum kirkjufeðranna, og um hana hefir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.