Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 37
AFBEKSVERK UNNIÐ
419
Þar til nefni ég biskupinn síðast en ekki sízt. Ég hef stuðzt við hans ágætu
rit, sem hafa að geyma sögu Hebrea og yfirleitt um hina einstæðu bók-
iðju þeirra. Og hann kom mér, sem fyrr getur, í kynni við síra Guðmund
Sveinsson, þann ágæta mann. Og loks hefir hann tilkynnt mér, að Kirkju-
ráð íslands muni verðlauna þýðinguna á 25 ára afmælishátíð sinni, 11.
október næstkomandi. Það ráð skipa: tveir sóknarprestar, sem eru í röð
merkustu klerka Þjóðkirkjunnar, hæstaréttardómari, hámenntaður maður
og mikils virtur í al'la staði, fyrrverandi sendiherra, sem gegnt hefir um
langa ævi störfum, sem eru meðal æðstu trúnaðarstarfa þjóðarinnar, og
loks biskup Islands, sem er, auk síns virðulega embættis, vísindamaður,
hálærður í máli og sögu Hebres, og um langt skeið kennari í þeim fræð-
um við Háskóla íslands. Viðurkenning, frá þessum mönnum í sameiningu,
verður ekki metin til fjár. Og ég hygg, að (hver háskólaborgari, sem vera
skal, myndi hafa orðið stoltur af, ef hlotið hefði. Og miklu fremur hlýt
ég að meta þessi verðlaun til stórsæmdar, þar sem ég átti þess engan kost
að njóta háskólamenntunar á yngri árum.
Nú vil ég, herra biskup, þakka yður, fyrir mína hönd og konu minnar
og dætra, allt sem þér hafi gert í þessu sambandi mér til sæmdar og til
framdráttar því heimsfræga riti, sem Jobsbók er í frumtexta sínum. Og ég
bið yður að flytja samstarfsmönnum yðar í Kirkjuráði alúðarfyllstu þakkir
vorar og kveðjur. Ég þakka biskupsfrúnni fyrir að hafa sýnt oss þá sæmd
að vera hér viðstödd. Og nú afhendi ég handritið, með því ávarpi til
Kirkjuráðs, sem það hefir sjálft að geyma.“
Biskup þakkaði ihinn fagra dýrgrip, er hann kvaðst mundu gefa biskups-
dæminu.
Hinn 11. þ. m. kom Kirkjuráð íslands saman á fund og minntist aldar-
fjórðungsafmælis síns. í lok fundarins kom Ásgeir Magnússon að beiðni
raðsins. Biskup afhenti honum í nafni ráðsins 'ljósprentað eintak af Guð-
brandsbiblíu og mælti á þessa leið:
„Á þessum afmælisdegi Kirkjuráðs íslands höfum vér ákveðið að veita
viðurkenningu fyrir frábært afrek, er Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu hef-
lr unnið. Hann hefir þýtt vel og nákvæmlega Jobsbók úr hebreskum texta
í íslenzk Ijóð. Er hvort tveggja fagurt, mál og bragarháttirr, svo að mikla
aðdaun vekur, hvílíkum árangri hefir verið náð. Ytri búningur bókarinnar
er einnig með ágætum, stafagjörð öll og uppdrættir. Er þetta eiginhandar-
nt með allra fegurstu handritum íslenzkum bæði fyrr og síðar.
Dýrgrip þennan, í afbragðsbandi Unnar Stefánsdóttur og prýði'legu
skríni smíðuðu af Eðvard Guðmundssyni og skornu af Hannesi Flosasyni,