Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 38
420 KIRKJURITIÐ hefir Ásgeir Magnússon gefið biskupi ísands, en hann afhendir nú aftur til ævinlegrar eignar og varðveizlu biskupsdæminu. Asgeir Magnússon! Kirkjuráð íslands ræður hvorki yfir nafnbótum né verðlaunasjóðum, en það vill votta yður þakkir fyrir ódauðlegt afreksverk í þágu kirkju vorrar og heiðra yður með því að afhenda yður að gjöf á þessum merkisdegi ljós- prentaða útgáfu Guðbrandsbiblíu. Megi hún minna yður á skyldleika við verk yðar og að Kirkjuráð íslands metur það mikils. Aðalfundur Prestskvennafélags íslands. var haldinn að ÞingvöUum 19. júlí 1957, samtímis aðalfundi Prestafélags íslands. Um morguninn hlýddu fundarkonur messu í Þingvallakirkju og hlustuðu á erindi séra Sigurðar Pálssonar, Selfossi, um messu kristinnar kirkju. Að afloknum hádegisverði var fundur settur að Hótel Valhöll. Hófst fundurinn á því, að sunginn var sálmur og formaður las ritningarkafla og flutti bæn. — Ritari sagði stofnsögu félagsins, og formaður skýrði frá at- burðum hins fyrsta starfsárs. Frumdrög að lögum voru borin upp og sam- þykkt. Þá fór fram stjómarkosning, og var öll stjómin endurkosin í einu hljóði. Stjómin skipti þannig með sér verkum: Formaður Anna Bjamadóttir, rit- ari Dagný Auðuns, gjaldkeri Hanna Karlsdóttir, varaformaður María Ágústsdóttir, meðstjómendur Áslaug Ágústsdóttir, Jónína Bjömsdóttir og Steinunn Magnúsdóttir. — í varastjóm vora kosnar: Bryndís Þórarinsdóttir og Ingibjörg Thorarensen. — Endurskoðendur vora kosnar Laufey Eiriks- dóttir og Guðrún Þórarinsdóttir. Formaður bar upp tillögu um, að Frú Guðrún Pétursdóttir yrði kjörin heiðursfélagi, og var það einróma samþykkt. Fundi lauk með því, að frú Áslaug Ágústsdóttir las Ritningarkafla og flutti bæn, og var sálmur sunginn á undan og eftir. Að afloknum kvöldverði var sameiginleg kvöldvaka fyrir presta og prestskonur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.