Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 39
Kirkjuráðsfundur Árið 1929, 21. febrúar, skipaði kirkjumálaráðherra, Jónas Jónsson, nefnd til þess að íhuga og gera tillögur um kirkjumál. tessir menn voru skipaðir í nefndina: Séra Þorsteinn Briem, formaður, séra Sveinbjöm Högnason, séra Jón Guðnason, Jónas Þorbergsson og Runólfiu: Bjömsson, Komsá. Nefndin hafði nána samvinnu við kirkjustjómina, stjóm Prestafélags íslands og ýmsa presta, og var það samstarf ágætt. Hún samdi 8 frumvörp, er öll horfðu til bóta í kirkjumálum. Eitt þeirra var frumvarp til laga um Kirkjuráð fyrir hina ís- lenzku þjóðkirkju. Það var borið fram á Alþingi 1930 af mennta- málanefnd Neðrideildar, en lítið sinnt á því þingi. Á vetrar- þinginu 1931 var það aftur borið fram af sömu nefnd. Var nefndin öll sammála með frumvarpinu, og sigldi það greiðlega gegnum þingið og var samþykkt 9. apríl 1931. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju kom sanian til fundar í Reykjavík hinn 11. f. m. og minntist þá jafnframt 25 ára afmælis síns, en fyrsti fund- ur ráðsins var haldinn 11. október 1932. Meðal þeirra mála, sem fyrir fundinum lágu, var frumvarp til laga Uln biskupa þjóðkirkjunnar, samið af nefnd þeirri, er skipuð var fyrir tveimur árum af kirkjumálaráðherra til þess að endurskoða kirkjulög lands- ins. Frumvarp þetta var ýtarlega rætt á fundum ráðsins í tvo daga, og sam- þykkti ráðið, að rétt væri að leggja það fyrir Alþingi það, sem nú situr með lítilsháttar breytingum, er það lagði til, að gerðar yrðu á frumvarp- inu. Einnig afhenti Kirkjuráðið, sem fyrr greinir, Ásgeiri Magnússyni frá Ægissíðu Guðbrandsbiblíu að gjöf. Kirkjuráðsmenn og nokkrir gestir þeirra komu saman til þess að minn- ast afmælis ráðsins. Til máls tóku, auk biskups, kirkjumálaráðherra Her-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.