Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 40
422 KIKKJUBITIÐ mann Jónasson, er þakkaði störf ráðsins á liðnum árum, og Vilhjálmur Þór fv. kirkjuráðsmaður. Vegna afmælisins tók Gísli Sveinsson, fv. sendiherra, saman yfirlit um störf ráðsins á síðastliðnum aldarfjórðungi. Fer sá skýrsla hér á eftir. í Kirkjuxáði eiga nú sæti: Dr. Asmundur Guðmundsson, biskup, Gísli Sveinsson, fv. sendiherra, Gizur Bergsteinsson, hæstaréttardómari, séra Jón Þorvarðsson, prestur, Reykjavík, og séra Þorgrímur Sigurðsson, prestur, Staðastað. Ritari ráðsins er séra Sveinn Víkingur. * * * Kirkjuráð hinnar íslenzkn þjóðkirkju tukugru og- fimm ára YFIRLIT Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju var stofnsett með lög- um nr. 61, 6. júlí 1931. Eftir tilskilinn undirbúning samkvæmt lögunum og útgef- inni reglugerð var fyrsti fundur Kirkjuráðsins haldinn 11. októ- ber 1932, og hefir ráðið þannig starfað í aldarfjórðung. Ný lög voru samþykkt og staðfest á þessu ári nr. 43, 3. júní 1957, um Kirkjuþing og Kirkjuráð íslenzku þjóðkirkjunnar, og hin eldri þar með úr gildi felld, en verksvið ráðsins fært að miklu leyti undir Kirkjuþingið, eins og nánar verður getið. Um kirkjuráðsmenn var með lögunum ákveðið, að þeir skyldu vera 5: „biskup landsins, 2 guðfræðingar, kosnir af sóknarprestum þjóðkirkjunnar og kennurum guðfræðideildar háskólans, til 5 ára í senn, og 2 fulltrúar, kosnir af héraðsfund- um til sama tíma“. Biskup skyldi vera sjálfkjörinn forseti Kirkju- ráðsins, en það kjósa sér varaforseta, og annist þeir fundar- stjóm. Verkefni Kirkjuráðsins var: „Að vinna að eflingu íslenzkrar kristni og styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunn- ar“, með ýmsum hætti. Og ráðgjafaratkvæði og tillögurétt hafði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.