Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 43
KIRKJURÁÐSFUNDUR 425
Áminnzt lög frá 1957 greina, hvemig kjósa skal til hins nýja
Kirkjuþings, en það tilnefnir síðan fulltrúa í (hið nýja) Kirkju-
ráð, sem áður var kjörið sérstaklega af tilgreindum aðilum.
Skulu nú skipa Kirkjuráð 5 menn, eins og áður, biskup lands-
ins og 4 menn samkvæmt kjöri Kirkjuþingsins, 2 þeirra (að m.
k.) guðfræðingar, og jafnmargir varamenn, en kjörtímabil kirkju-
ráðsmanna er hið sama og kirkjuþingsmanna, 6 ár. Biskup er
forseti Kirkjuþings og Kirkjuráðs.
Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefir öll árin haft með
höndum, rætt og gert ályktanir um hin margvíslegustu málefni,
varðandi kristni og kirkju landsins, og önnur þeim skyld, og
hafa mörg þeirra komið til framkvæmda, beinlínis eða óbein-
hnis í löggjöf þjóðarinnar og þjóðfélagsathöfnum, fyrir atbeina
hlutaðeigandi stjómarvalda og fleiri aðila. Þegar á fyrstu fund-
um ráðsins vom tekin til meðferðar t. d. eftirtalin mál: 1. Kirkj-
an og æskan. — 2. Kirkjan og líknarmálin. — 3. Útgáfa bóka
°g blaða. — 4. Fjáröflun til kirkjulegrar starfsemi. — 5. Fjölgun
presta í Reykjavík og prestaköll þar. — 6. Helgisiðabókin. — 7.
Sálmabókarmálið. — 8. Notkun kirkna. — 9. Fermingin (aldurs-
takmark). — 10. Ferðaprestar. — 11. Störf presta (skýrslur). —
12. Hvíldardagshelgin. — 13. Löggilding námsbóka í kristnum
fræðum. — 14. Skálholtsstaður. Eins og sjá má af þessari skrá,
hafa öll þessi mál komið til meiri eða minni framkvæmda síð-
“ogá liðnum ámm, enda hafa margir lagt þar hönd á plóg-
mn, með einum eða öðrum hætti, og útkoman borið þess menj-
sum þessara mála lágu áfram fyrir Kirkjuráðinu um fleiri
ára bil, unz viðunandi afgreiðslu hlutu á réttum stöðum. Enn-
fremur og á sömu lund komu til aðgerða hjá ráðinu fjöldi
annara mála, á mismunandi tímum og árum saman; má þar til
nefna styrktarmál, til eflingar kristnilífi landsmanna; almennir
kirkjufundir; útvarpsstarfsemi á kirkjulegum grundvelli (út-
varpsguðsþjónustur m. m.); kristindómsfræðsla í skólum; frjáls
kristileg starfsemi; afskipti af Hóladómkirkju; bygging þjóð-
kirkjuhúss (fyrir kirkjulega starfsemi í ýmsum greinum); sam-
starf við kirkjufélög íslendinga í Vesturheimi; kjör presta og
embætiskjör, skipun prestakalla; ráðstöfun fjár úr prestakalla-