Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 45
Svipmyndir frá dndlandi íslendingur, fáfróður um öll indversk málefni, nemur fátt annað en það, sem beinlínis liggur í augum uppi, þótt hann dvelji fáar vikur í höfuð- borg þessa víðlenda ríkis. Langa dvöl og mikla skarpskyggrú mun þurfa til þess að kynnast til nokkurrar hlítar þjóðlífi, sem er um svo margt Ólíkt því, sem við þekkjum bezt. Meðal annars skapa hin ólíku trúarbrögð óþekkt og óvænt viðhorf til margra mála, og vafalaust vanmetum við oft ágæti þess siðalögmáls, sem kristinni trú hefir, þrátt fyrir a'llt, tekizt að skapa hér og víðar, ekki sizt í mannúðarmálum. Naumast mun ritað svo um mannúðarstörf á Indlandi um og eftir 1920, að M. K. Gandhi sé þar ekki getið, engu síður en þegar ritað er um sjálfstæðisbaráttu Indverja. Áhrifavald hans var undravert, og hann virðist ekki liafa tahð sér neitt það óviðkomandi, sem mannlegt er. tegar ég kom til Indlands á s. 1. ári, hélt ég í fáfræði minni, að vanda- mál hinna óhreinu stétta væri alveg úr sögunni, en svo er ekki. Gandlhi barðist hart gegn því ranglæti, sem þetta fólk er beitt og lagði líf sitt að veði í þeirri baráttu. Hann valdi óhreinu stéttunum nafnið „Harijans", sem merkir, að hinir útskúfuðu séu Guðs útvöldu. Aldrei hélt hann fram réttindum þeirra, heldur ræddi (hann skyldur hinna æðri stétta við þá, °g er það talið einkennandi fyrir baráttuaðferð hans. Hann hélt þvi ffam, að ef ldifað væri á réttindum manna, þá vekti það sundrung, en að menn sameinuðust um skyldur sínar. Hið upphaflega tilefni þess, að sumar stéttir urðu „óhreinar" í augum Hindúa, er óljóst. Trúarbragðafræði þeirra leggur einmitt ríka áherzlu a, að við alla skuh menn vera eins, því að hinn eini, sanni Guð birtist jafnt í öllum mönnum. Menn gizka á, að vissar fjölskyldur liafi kynslóð fram af kynslóð unnið óhreinleg störf og á þeim hafi skapazt fyrirhtning °g viðbjóður. Margir andans menn (höfðu lagzt gegn stéttaskiptingunmi 1 ræðu og riti, en verulegux skriður komst ekki á málið fyrr en Gandhi tók forustu í því. Arið 1932 ætlaði brezka stjórnin að setja lög um sérstök kjördæmi íyrir Harijans, sem þá myndu hafa einangrazt enn meir. Gandhi hóf föstu og kvaðst mundu leggja við 'líf sitt, til að mótmæla lagasetning- unni, og bar sigur af hólmi. Siðar ferðaðist hann um landið ti’l að vekja

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.