Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 47
SVIPMYNDIB FRÁ INDLANDI 429 1950, er borgurunum tryggt trúarbragðafrelsi. í opinberum skýrslum frá 1956 eru taldar sjö greinar trúarbagða, auk sértrúarbragða nokkurra ættkvísla. Flestir Indverjar telja sig Hindúatrúar, eða 85 af hundraði Múhameðstrúar eru 9,92 af hundraði, kristnir eru 2,30 af hundraði, Sikhar 1,74 af hundraði, Jainstrúar eru 0,45 af hundraði, Búddhatrúar 0,06 af hundraði, kenningar Zoroasters aðhyllast 0,03 af hundraði, 0,47 teljast til ættkvíslanna, en óskilgreindar eru 0,03. Flest hin indversku trúarbrögð, einkum þó Búddhatrúin, brýna fyrir mönnum að gera þeim gott, sem fátækir eru og minnimáttar. Fram á síðustu aldir voru ættarbönd mjög sterk innan flestra ættkvísla og fram- færsla gamalmenna og annarra þeirra, sem óvinnufærir voru, var til foma lögð sú skylda á herðar að gefa þegnum sínum mat í hallærum, og yfir- leitt var vinnuveitendum, af hinum æðri stéttum, skylt að sjá þjónustu- fólki sínu fyrir lífsnauðsynjum. Þessar venjur vom ríkjandi þar til þjóð- félagið tók að breytast úr bænda- og smáþorpasamfélagi í iðnaðar- og verzlunarborgir. Þegar leið á 18. og fram á 19. öld, risu upp ýmsar hreyfingar meðal Hindúa og Múhamedstrúarmanna, sem beittu sér fyrir margs konar mann- úðarstarfsemi, einkum voru það þó kristnu trúboðamir, sem höfðu for- ustuna. Strax á 18. öld hófu þeir jafnhhða að boða trú sína og reyna að fá breytt ýmsum siðvenjum annarra trúflokka. Þeir gerðu harða hríð gegn bamagiftingum, fjölkvæni og bálgöngum ekkna, svo nokkuð sé nefnt, en allt er þetta samgróið sumum greinum Hindúatrúar. Enn þann dag í dag starfa kristnir trúboðar af einlægum eldmóði í Indlandi, og þó að það sé ekki stór hundraðstala landsmanna, sem telst til kristinnar trúar, þá em þeir þó þriðji stærsti trúflokkurinn. Geta má þess, að heilbrigðismálaráðherra Indlands, Rajkumari Amrit Kaur, er kristin kona. Hún er Sikh að uppruna, en snérist til kristinnar truar á fullorðinsámm. Hún hefir alla tíð starfað að mannúðarmálum, auk stjómmála. í fyrri heimstyrjöldinni vann hún t. d. að hjúkmn á hermannasjúkrahúsum. Meðan við vomm stödd í Dellii, birtist í einu dagblaði þar kveðju- orð til bandaríks trúboða, sem var að láta af störfum. Var þess getið, að þegar áin Jumna hefði flætt yfir bakka sína í fyrrahaust, eins og oft áður, þá hafi þessi maður lagt líf sitt í hættu til að bjarga fjölmörgu holdsveiku fólki, sem hafðist við á árbökkunum. Flutti (hann það heim til sín, fæddi það og klæddi um lengri tíma. „Skyldu margir fimm bama feður hafa leikið eftir honum að leiða þetta fólk inn á heimili sitt?“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.