Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 20

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 20
café amour -VID RÁDHÚSTORC- Blómstrandi hamingja! MUNINN, SKÓLABLAÐ MA, EYRARLANDSVEGI 28, 600AKURYERI, SIMI4IÍ2 1737, NFTFANG- MIININN@MUNINN IS Muninn FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Allt fyrir námsmenn! ÍSLANDSBANKI Dreift ókeypis til Huqins-félaqa Fjögra manna kvintett sigrar Hæfileikakeppni Menntaskólans á Akureyri haldin þeir allir strákar úr fjórða bekk eðlisfræðibrautar. Þeir eru hinn óviðjafnanlegi forsprakki sveit- arinnar Gísli Jóhann sem spilar á lítinn dótagítar, Steinar Mar sem spilar á enn minna píanó og er jafnframt framkvæmda- stjóri, Jóhann sem lemur bong- ótrommurnar, og loks Jón Arni sem spilar á hin ýmsu hljóð- færi, meðal annars brjóstkass- ann á sér. Hæfileikakeppni Mennta- skólans á Akureyri var haldin þann 31. október síðastliðinn og var mál manna að hún hafi heppnast afar vel. Keppendur voru 12 talsins, og dómarar voru þau Anna Ríkarðs, Hjalti Jónsson og Þorsteinn Bach- mann. Atriðin voru flest bráð- skemmtileg, en eðlilega vöktu sum þeirra meiri athygli en önnur. Þar ber hæst að nefna Hörð Míó sem hneykslaði áhorfendur með, ja, athyglis- verðum textum, Ævar Þór sem heillaði með sannfærandi strumpasöng og tvíeykið Guð- ný skemmtana- stjóri og Soffía rit- ari sem stigu tryllt- an dans áhorfend- um til mikillar skemmtunar. Ekki má þó gleyma tveimur afar óút- skýranlegum atrið- um Helga Vilbergs sem að vöktu ómælda hrifningu. Þó svo að aug- ljóst væri að hver einn og einasti þátttakandi verðskuldaði að vera valinn hæfileikaríkasti menntaskóla- neminn, var einnig ljóst að ein- ungis einn myndi standa uppi sem sigurvegari. Leikar fóru þannig að Hörð- ur Míó rapp- meistari lenti í þriðja sæti, Guð- ný og Soffía í öðru sæti en kvintettinn Hausverkur og handafar stóðu uppi sem sigur- vegarar, og eru þ.a.l. hæfileika- ríkustu menn skólans. Þó svo að grúppan sé kvin- tett á pappírnum eru meðlimir þó aðeins fjórir talsins og eru Úrslitakeppni í hæfileikum verður svo haldin innan langs tíma og þá má fastlega búast við því að Hausverkur og handafar haldi uppi heiðri Menntaskólans á Akureyri. 20fid@ma.is Stjórnmálaáhugi innan MA Knattspyrnumót framhaldsskólanna Stjórnmálaumræða fór vel af stað í upphafi vetrar og gáfu bæði HÍMA (Hægri- menn í MA) og VÍMA (Vinstrimenn í MA) út áróð- urssnepla. Annars vegar var það Sannleikur, vinstra meg- in, og hins vegar Hægri tíð- indi. Nokkru síðar gaf VÍMA svo út annað tölublað Sann- leiks sem var öllu veglegra en það fyrra og samkvæmt ör- uggum heimildum er ekki langt í þriðja tölublað. f áróð- ursritunum fjalla vinstrimenn um allt á milli velferðarkerf- isins og hugsanlegs stríðs Bandaríkjamanna í Irak og hægrimenn taka fagmannlega á málum allt frá pólitískri heimsku nemenda MA til stjómmálaástandsins á Kúbu. VÍMA stóð á dögunum fyrir málfundi þar sem Stefán Páls- son formaður herstöðvaand- stæðinga talaði um yfirvof- andi fraksstríð og hugsanleg- ar afleiðingar þess. Auk þess hefur VÍMA haldið fjóra ágætlega sótta félagsfundi en nemendur bíða enn spenntir eftir fyrsta félagsfundi HÍMA sem er og hefur verið á döf- inni. Búast má við harðvítugum deilum þegar nær dregur að kosningum og óvitlaust væri að “pólitískt heimskir” nem- endur færu að fylgjast með umræðunni og mynda sér skoðun því að hvert einasta atkvæði skiptir jú máli. 20oha@ma.is Kappleikur sá, sem nýtur einna mestrar hylli þessa dagana á rætur sínar að rekja til sið- spillts og viðbjóðslegs samfé- lags miðaldanna í Evrópu. Þessi leikur gengur út á að tvö lið elt- ast við leðurdruslu og reyna af öllum mætti að sparka henni inn fyrir marklínu andstæðinganna. Til þess að liðinu takist að ná þessu háleita og göfuga mark- miði er oft gripið til þess ráðs að ryðja andstæðingunum úr vegi á hrottafenginn hátt. Því er kapp- leikurinn eins og gefur að skilja vel til þess fallinn að vekja hjá fólki viðurstyggilegar og dýrs- legar hvatir, svo sem ofbeldis- dýrkun, óheilbrigðan samkeppn- isanda og kvíða. í Reykjavík helgina 18. - 20. október fór fram mót í þessum villimannslega gjörningi og sendi Menntaskólinn á Akureyri hvorki meira né minna en þrjú lið á staðinn - tvö karla- og eitt kvennalið. Keppnin fór vel fram að sögn aðstandenda og af því má með nokkru öryggi ráða að dauðsföll hafi verið undir með- allagi. Ekkert lið Menntaskólans komst í úrslit en öll stóðu þau sig með prýði... þ.e.a.s. ef slíkt orðalag getur talist viðeigandi þegar rætt er um aðra eins sið- spillta fomeskju og knattspyrna er. 20oha@ma.is Kratylos kominn út Ljóðakvöld og tónlistarvíðburðir fylgdu í kjölfarið Síðastliðinn mánudag kom fyrsta tölu- blað annars árgangs Kratylosar út. Blaðið vakti mikla athygli í fyrra vegna þess að enginn ábyrgðarmaður var nefndur, en það varðar brot á almennum hegningarlögum. Að þessu sinni stenst blaðið íslensk lög og nöfn ábyrgðarmanna koma fram, en sem fyrr láta þeir sig útlitið litlu varða. Einfalt og stílhreint umbrot soldánsins Helga Vil- bergs nýtur sín að fullu í þessu annars lát- lausa blaði. Fjölbreytnin er augljólega í fyrirrúmi þar sem efni blaðsins kemur úr öllum áttum, allt frá hápólitík, sýru og síð- ast en ekki síst, ljóðafans. Einnig má geta þess að þeir félagar, Elmar Geir Unn- steinsson og Gunnar Már Gunnarsson, héldu gríðarmikið ljóðakvöld í tengslum við ljóðakeppni sína og óhætt að segja að sá viðburður hafi tekist afburðavel. Þar léku Hundur í óskilum á alls oddi og Bólbræður, sem gerðu það gott á árshátíð- inni, létu ekki sitt eftir liggja. 20sgs@ma.is blómOn/ í/bœyuÁAn/

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.