Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 3
ÞORSTEINN VALDIMARSSON Jólanótt. Sofi, sofi barn í dúni og blóm undir snjó. Hljótt sé og rótt á helgri nóttu; húmi bægi skínia frá rúnii. Sofi, sofi barn í dúni og blóm undir snjó. Fagni, fagni jörð þér, himinn, og himinn þér, jörð. Standi vindar og vötn á öndu; veröld, þér er frelsari borinn. Fagni, fagni jörð þér, himinn, og biminn þér, jörð. Vaki, vaki Ijós í stjaka og stjörnur á skjá. Ómi í draumi orðins tíma eilífir söngvar heilagra jóla. Vaki, vaki ljós í stjaka og stjörnur á skjá.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.