Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 437 Augun þín mildu munu geisla frá sér friði, hamingju og huggun. Ó, sendið oss kærleiksgeisla í hjarta. Og þessar barnshendur munu verða hafnar upp til lækninga og máttarverka og faðmur þinn breiddur út á krossi móti öll- um oss. Ó, veitið oss blessun. Sjáið, þetta er ljósið, sem skín oss, svo að vér megum end- urfæðast á jólum og verða ljóssins börn. Þetta er jólahátíðin sjálf. Þannig lifum vér sönn jól og getum tekið undir með skáldinu: Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið. Og jólabarnið, sem gefur oss alla þessa birtu, ætlast til þess, að vér séum einnig ljósberar. Fallegur var gamli jólasiðurinn, að öllum voru gefin kerti. Það var táknræn prédikun. Kertalogið boðaði þetta: Ljós skín í myrkrinu. Því skal halda hátt á lofti. Berum einnig öðrum þetta ljós af hreinum kærleik. Ekki eyðist þitt ljós, hversu mörg kertaljós, sem þú tendrar með því, heldur verður alltaf bjartara og bjartara umhverfis þig því fleiri log, sem þú kveik- ir. Svo er einnig um alla heilbrigða gleði. Bú þú öðrum jóla- gleði, og það getur jafnframt orðið traustasti grundvöllurinn undir þinni eigin. Þú sér fagnandi ljós skína í myrkrinu. Það er um jólin eins og Guðs ríki. Þau koma í senn hið ytra og hið innra. Þegar vilji Guðs verður í mannssálunum, þá er ríki hans hið innra með þeim og þannig færist það einnig nær hið ytra. Finnist oss dimmt og dapurt í mannheimi, þá gjörum allt, sem vér getum til þess, að birtan vaxi í vorri sál, því að þannig koma jólin einnig hið ytra. Ljósið skín í myrkrinu. Veit því viðtöku. Til er helgisögn um vitringana frá Austurlöndum. Þeir voru orðnir þreyttir og vegmóðir af ferðinni löngu. Stjarnan var horfin, og þeir voru að örmagnast af þorsta. Loksins sáu þeir tæra svalalind, hröðuðu sér þangað og lögð- ust niður til þess að teyga vatnið. En þá allt í einu ljómaði þeim upp úr djúpi brunnsins mynd stjörnunnar skæru, þar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.