Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 34
464 KIRKJURITIÐ Fulltrúar hinna 5 norrænu landa í Sigtuna. Talið frá vinstri: Fru Josefsson (Hárnösand), Fru Ljungberg (Stokk- hólmi), Fru Smemo, Fru Brilioth, Fru Lehtonen, Fru Fugisang-Dam- gaard, og frú Anna Bjarnadóttir. arri kirkju — og fann ég sárt til smæðar minnar og andlegr- ar fátæktar. Mér fannst líka, að ég mundi hafa samið erindið öðruvísi og vandað það betur, ef ég hefði vitað, að því mundi ætlaður svo virðulegur staður. En nú varð ekki við snúið, og varð ég að gera mitt bezta. Ég treysti á ljóð séra Matthíasar, ef mér aðeins tækist að gera þeim sæmileg skil. Það var miklu þægilegra að tala úr prédikunarstólnum, og hátíðlegt var að horfa út eftir kirkjunni, sem var þéttskipuð áheyrendum og upplýst af lifandi ljósi ótal kerta, stórra og smárra. Ég lauk erindi mínu með því að fara með þjóðsönginn okk- ar, ,,Ó, guð vors lands“, fyrst á dönsku og svo á íslenzku. Að því loknu lék organistinn lagið á orgel kirkjunnar. Það var hátíðleg stund. Að erindinu loknu var mér ásamt um 20 öðrum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.