Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 18
448 KIRKJURITIÐ lýsingar í sjálfu sér, þótt svo sé látið heita, heldur frásagnir af viðburðum, sem hvorki eru frásagnarverðir né lýsingar- hæfir, eins og höfundinn dreymir þá. Gagn þeirra verður að líkum það eitt að opna augu einhverra fyrir því, hve ofurvald tízkunnar er blindandi og bindandi, svo að jafnvel hinir stór- látustu menn þora ekki annað en færa henni sínar fómir. Brautryöjendastarf. Kristnir áhugamenn hafa verið brautryðjendur á flestum sviðum menningar- og líknarmála. Margir íslenzkir sveitaprest- ar hafa verið í þeim flokki. Einn þeirra var séra Páll í Þing- múla, og minntist dagblaðið Vísir þess nýlega, að hann varð fyrstur til að stofna heyrnar- og málleysingjaskóla á Islandi. Séra Páll var launsonur séra Páls prófasts og alþingismanns Pálssonar í Hörgsdal á Síðu og Guðríðar Jónsdóttur frá Kirkju- bæjarklaustri. Giftust þau eftir að prófastur skildi við fyrri konu sína, og gekkst hann við þessum syni sínum, þegar Páll yngri var fermdur. 1852 fór Páll úr Reykjavíkurskóla og næsta ár utan til að leita sér lækninga við málhelti. Stúdent utan- skóla 1858, prestaskólakandídat 1860. Vígðist fyrst aðstoðar- prestur föður síns. Síðar varð hann prestur í Meðallandsþing- um, á Kálfafelli (tvisvar), á Prestsbakka, að Stafafelli og loks að Þingmúla. Páll drukknaði í Grímsá á Völlum 23. marz 1881. Hann var alþingismaður Skaftfellinga um tíu ára skeið. Þjóð- kunnur gáfumaður og afburða málsnjall, búmaður góður, ör- látur og veglyndur, en allmikill vínmaður og glettinn, ef svo bar undir. Hann var tvíkvæntur. Átti fyrst Guðrúnu Þorsteins- dóttur úr Reykjavík; þau skildu. Seinni kona hans var Stein- unn Eiríksdóttir frá Hlíð í Skaftártungu. Nú mun tæp öld síðan séra Páll hóf fyrsta vísinn að mál- leysingjakennslu sinni, en það var fyrst 1863, að hann gaf sig verulega að henni og helgaði henni svo krafta sína, að hann lét af prestsskap í nokkur ár. Síðan hélt hann uppi málleysingja- skóla til æviloka. Leyfi ég mér nú að taka upp úr Vísi ummæli séra Páls sjálfs um kennslu þessa (1874): „Það er ætlunarverk kennslunnar, að málleysingjarnir geti látið hugsanir sínar í ljós og gjört sig skiljanlega fyrir öðrum, nokkurn veginn með skrift, bendingum og fingrarími, að þeir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.