Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 40
470 KIKKJURITIÐ ræturnar við að fræðast um slíkar öðlingsmanneskjur. Sagan af spítalamálinu í Stykkishólmi hefir sögulegt gildi. Hún minn- ir líka á mannúðarstarf Oscars Clausens á fleiri sviðum, eink- um fangahjálp hans, sem seint mun lofuð að verðleikum. Þarna eru einnig margar myndir, sem einar sér vekja margar hugs- anir um íslenzka sveitahöfðingja og skörungskonur. Merkir Borgfiröingar eftir Eirík Albertsson. Leiftur 1959. Bók þessa hefir séra Eiríkur Albertsson dr. theol. tekið sam- an um tíu Borgfirðinga, nákunnuga vini sína frá þeim árum, þegar hann var prestur og skólastjóri þar í héraði. Flestir þeirra voru ekki aðeins héraðshöfðingjar, heldur landskunnir afburðamenn, svo sem Halldór Vilhjálmsson skólastjóri, Bjarni Pétursson á Grund og Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka. Aðrir afreksmenn á sviði vísindanna, eins og Þórir Guðmunds- son á Hvanneyri og Jón læknir Bjamason á Kleppjárnsreykj- um. Rekur dr. Eiríkur ættir sumra allmikið og greinir glöggt frá afkomendum þeirra. Til stuðnings og fyllingar lýsingunum eru teknir upp kaflar úr líkræðum, sem hann hélt yfir mönn- um þessum. Þótt bókin sé ekki stór að vöxtum, geymir hún þó mikinn fróðleik og sannar það, sem alvitað er, að mikið mann- val hefir löngum verið í hinu fagra og mikla Borgarfjarðar- héraði frá landnámstíð til þessa dags. Barnablaðið Æskan — útgefandi Stórstúka íslands — er nú sextugt. Hefir það jafnan notið mikilla vinsælda, enda verið mjög fjölbreytt að efni. í tilefni afmælisins var gefið út all- mikið hátíðablað, sem flytur m. a. fjölmargar hughlýjar þakkir og kveðjur frá mörgum fyrirmönnum þjóðarinnar. Kirkjuritið óskar þess, að ,,Æskan“ dafni sem bezt. Sjaldan eða aldrei hefir verið meiri nauðsyn á hollum og vönduðum barna- og unglingablöðum en nú, og þetta blað hefir alltaf haft göfugt markmið og verið vandað að efni og búningi. Gangleri — rit Guðspekifélagsins — hefir ritinu borizt, 2. hefti 33. árgangs. Það er jafnan læsilegt og til íhugunar. Af efni þess má nefna: Nýir straumar í guðspeki eftir Sigvalda Hjálmarsson, Undramaður í Tíbet, og Vegur guðspekinnar, hvort tveggja eftir Grétar Fells.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.