Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 4
Og ljósið skín í myrkrinu Þannig lýsir Jóhannes jólaguðspjallinu. Er unnt að hugsa sér fegri lýsingu á því en þessi fáu ein- földu orð? Jólin eru ljós, sem rennur upp fyrir mannkyninu í myrkri. Veraldarmyrkrið grúfði yfir, geigvænlegt og ógnum þrung- ið, svo að hjörtun skulfu eins og skógartré skjálfa fyrir vindi. Allt öryggi skorti. Siðgæði þraut og trú, rósemi, djörfung, hugprýði, kraft. En vonin var þó ekki dáin, heldur hlaut hún að spyrja áfram, hvað liði nóttinni. Bæði í heiðingjalöndunum og með Guðs útvöldu þjóð var hrópað á komu nýs ljóss með guðlegri náð og friði mannkyninu til handa. Spámenn og sjá- arar sáu það renna upp við fæðingu barns í heiminn. Þeir litu í anda þetta barn og lýstu þeirri blessun, er það myndi breiða yfir jörðina: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós; yfir þá, sem búa í náttmyrkrunum, skín ljós . . . Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kallað undra ráðgjafi, guðhetja, eilífðar- faðir, friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka.“ Þessi von brást ekki. Þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst. Þegar skammdegismyrkrin voru dimmust, ljómaði nýtt ljós í austri, fegursta stjarna, blikandi yfir Betlehems hæðum. Barnung móðir ól þar í gripahelli son sinn frumgetinn, og grátur hans snart dýpstu og helgustu strengi hjarta hennar. Hann var laugaður, og hún vafði hann reifum til þess að ylja honum, gaf honum brjóstið og lagði hann síðan á hálm í jötu eða fóðurtrogi. Undursamleg tign og ró ríkir umhverfis móð— ur og barn. En á völlunum skammt þaðan sáu fjárhirðar dásamlega birtu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.