Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 5
KIRKJTURITIÐ
435
leggja af himni og engil birtast sveipaðan geisladýrð. Þeir
nema rödd hans: „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur . ..
Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ Og í
sömu svipan skýrist sjón hirðanna. Þeir sjá með englinum
fjölda himneskra hersveita, sem syngja Guði fyrsta jólasálm-
inn:
„Dýrð sé í upphæðum Guði
og á jörðu friður með mönnunum,
sem hann hefir velþóknun á.“
Þessir fátæku hirðar safnast fyrstir, sem fulltrúar ísraels,
að jötunni, til barnsins nýfædda, sem á að verða frelsari heims-
ins. Og frásagan um vitringana frá Austurlöndum lýsir því,
hvernig fulltrúar heiðnu þjóðanna koma einnig úr fjarlægð
við blik leiðarstjörnunnar, sem vísar þeim veginn til Betlehem.
Þeir glöddust harla mjög. Þeir veittu lotningu konunginum ný-
fædda og báru fram fyrir hann gjafir sínar.
Ljómaði eilíft ljósið þá, lét oss nýja veröld sjá. Svo var ort
um hin fyrstu kristnu jól. Við komu Krists varð veröldin önnur.
Áhrif hans hafa breytt henni. Vér sjáum það glöggvast um
liðnar aldir á þróun margháttaðra líknarstarfa og vaxandi
hluttekningu með þeim, sem bágt eiga og erfitt. Ekkert er ljúf-
ara eða fegurra íhugunarefni en það. Væru þau áhrif horfin,
væri sem leiftur sjálfrar leiðarstjörnunnar slokknuðu á himni
sögunnar.
En þrátt fyrir þetta er enn mikið veraldarmyrkrið. Mann-
kynið hefir haldið braut bróðurbanans og beðið tjón á sál sinni.
Birta kristindómsins hefir ekki náð að gefa þjóðunum frið á
jörð. Heiðni ríkir víða í stjórnmálum þeirra og félagsmálum.
Það vill gleymast, sem eitt er nauðsynlegt: Þroski trúar og
siðgæðis, er engin tækniþróun fær bætt. Maðurinn verður
hvorki betri né hamingjusamari fyrir það, þótt hann komist
alla leið til tunglsins eða annara hnatta. Og með beitingu vopna
verður mannkynið sinn eiginn tyftari og bölvaldur.
Eina von mannheims er sú, að ljósið skín í myrkrinu. Hann
á enn jól, ef hann horfir hugfanginn á ljómann yfir Betle-
hemsbarninu og vill stefna á hann. Mér hefir oft fundizt, þegar
ég hefi virt fyrir mér alla ljósadýrðina á jólum, einnig hér
við yztu höf, að ljósin öll væru kveikt af ljósinu eina yfir jöt-