Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 8
438 KIRKJURITIÐ sem hún skein á himinboganum og vísaði þeim síðan veginn heim til Betlehem. Enn er hjálpin næst á hættu og rauna tíð. Svölun bíður vor og mannkynsins alls þar sem lætur sendan leiðarstjarna ljómann sinn til foldar barna. Guð blessi hvert heimili og hvert hjarta. Gleðileg jól í Jesú nafni. Ásmundur Guömundsson. Nú hefjum glaðir helgisöng. (Jólalag eftir G. F. Hándel). Nú hefjum glaöir helgisöng og hyllum konung þann, sem kom aö flytja friö á jörö og frelsa sérhvern mann. Ó, fögnum þeim, sem fór úr dýrö og fjötra holdsins bar, og birti veginn, bœtti þraut og bróöir allra var. Hann dvelur mitt á meöal vor og mildar lífsins kjör. Hann býöur öllum bót og hjálp og brýtur dauöans hjör. G. Á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.