Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
449
nemi aðalatriði kristinnar trúar og geti gert grein fyrir trú
sinni, að þeir nemi svo bóklegt móðurmál sitt, að þeir geti haft
nokkurn veginn gagn af einföldum bókum og að þeir geti unn-
ið sjálfum sér brauð, og verði ekki heldur en aðrir félagslimir
öðrum til þyngsla, meðan þeir hafa heilsu og krafta til.
Auk bókmálsins kenni ég málleysingjunum skrift, fingramál
og bendingamál, biblíusögur, stutta útskýringu á fræðum Lút-
ers, einfalda tölvísi, tímatal og hið einfaldasta í dýrafræði.
Ég ven þá við alls konar sveitavinnu, og laga mig sérstaklega
eftir því, til hvers þau eru helzt hneigð hvert um sig, svo sem
fjárgeymslu, vallar- og heyvinnu; en á vetrum lítið eitt við
fóðurgjöf og heyskömmtun, en stúlkurnar við tóvinnu alls kon-
ar og við fjósa- og eldhúsverk. Frá miðjum maí til miðs sept-
ember læt ég börnin starfa með öðrum heimilismönnum að
öllu því, sem fyrir fellur á heimihnu, nema hvað ég tek dag og
dag, svo sem einn í viku, til að láta þau rifja upp það, sem þau
hafa áður numið. En hina átta mánuðina er bóknámskennslunni
stöðuglega haldið áfram, oft allan daginn frá morgni til kvölds.
Mér til aðstoðar við kennsluna, og til að halda börnunum við
lærdóm, þegar ég er að heiman, hef ég heyrnar- og mállausan
pilt, Kristján Jónsson, ættaðan norðan úr Skagafirði. Hann
lærði í Kaupmannahöfn og var þaðan vel að sér, en þegar hann
kom til föður síns aftur, skildi hann engan og enginn hann,
nema þeir, sem dönsku skildu. Hann kunni og enga vinnu, sem
honum yrði þar að notum. Áður en ég gat haft not af honum,
varð ég að kenna honum dálítið í íslenzku bókmáii og útleggja
á dönsku fyrir honum allt það, sem hann átti að kenna. Nú er
hann mér til mikillar aðstoðar, og lært hefir hann þegar alla
sveitavinnu, enda geld ég honum fullt vinnumannskaup..
Þau 6 ár, sem ég hef fengizt við kennslu þessa, hafa til mín
komið til kennslu alls aðeins 8 heyrnar- og málleysingjar. Þar
af hafa þegar 3 lokið námi sínu, en 5 eru ennþá hjá mér.
Eftir skýrslu, sem ég hefi nýlega fengið frá forstöðumanni
hins konunglega heyrnar- og málleysingjaskóla í Khöfn, munu
nú vera 11 börn heyrnar- og mállaus hér á landi, á þeim aldri,
sem þau eiga að geta komizt í kennslu, og þar að auki sex,
sem eru orðin nokkru eldri (um og yfir tvítugt), en sem bæði
gætu og ættu sem allra fyrst að verða komið fyrir á einhverj-
um kennslustað, áður en þau eldast meir.“
29