Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 16
446 KIRKJURITIÐ henni ekkert sönnunargildi, enda langlíklegast, að hann hafi haft þetta eftir öðrum. Stefán átti að vísu óvenju mikið mann- vit — en hann var enginn guð. Trúin á gildi mannssálarinnar og framhaldstilveruna er líf- bundin trúnni á Guð. Þetta kemur að vonum glöggt fram í ljóð- um H. P. Samanber til dæmis þetta: Handan við lífið bíður ekkert, ekkert. Eggjárn dauðans sker sundur grannan kveik augna minna. í myrkrinu týnist ég. Jörðin er allt og miklu meira en nóg, ef mennirnir kynnu að lifa. Jörðin er nóg, öll mín hamingja, allt sem ég þarfnast og vil. Aðeins ég læri að njóta þess, sem er til af fegurð, ást, gleði, ég læri að lifa löngu áður en næturþögnin úr trjánum seytlar í eyru mín, sezt um kyrrt fyrir innan. Samanber og þegar skáldið varpar fram þeirri spurningu, hvort menn muni skilja gildi þess að horfast í augu við að: .....sé tíminn ei hér tær uppspretta gleðinnar, hverfur, sóast líf vort til einskis, því aðeins á þessari jörð getur unaður, hamingja þróazt? Þetta er svo sem ævaforn kenning. Ef til vill hefir læri- meistarinn Steinn Steinarr orðað hana stytzt og lagbezt í kvæð- inu: Þriöja bréf Páls postula til Korintumanna. En óneitanlega er það oflátungslegt að afneita lífinu eftir dauðann með snið- ugum fullyrðingum, þótt ekki sé annars minnzt en upprisu Krists og óteljandi fyrirburða, sem því eru til staðfestingar fyrr og síðar. Og raunar ýmsar aðrar tilbendingar svo sem margir draumar. En verður oss annars ekkert til þess hugsað í þessu sam- bandi, hve menn þrengja sjónhring sinn og grynna tilveruna með þessari bölsýnu afneitun æðri veraldar og trú sinni á, að gröfin sé endapunkturinn. Geimurinn sýnilegi er að vísu óravíður, og jarðvistin ein get- ur verið furðu auðug, en samt fer þeim mönnum, sem telja

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.